...c'est magnifique!

sunnudagur, september 26, 2004

Eat my shorts

Hmm.. ég hef ekki hugmynd um hvernig skal byrja svona færslu, á maður alltaf bara að segja "Jæja" eða "Halló" eða eitthvað álíka flatt og leiðinlegt? Hvernig væri að brjóta alltaf ísinn með brandara? Nei, kannski ekki. Það væri auðvitað sniðugt að ræða lítillega um eitt afbrigði af kvarsi í upphafi hvers pósts enda af nógu að taka. Ekki? Jæja þá. Ætli ég gefi ekki bara skít í þetta allt og láti það nægja að stinga mér á bólakaf í viðfangsefnið og líta aldrei um öxl... jú, það er málið.

Ég sit hér við tölvuna og tek mér pásu frá öllum kvarsafbrigðunum (hey, what are the odds?), allur lurkum laminn eftir strangt paintballmót sem ég tók þátt í í gær ásamt nokkrum bekkjarfélögum mínum. Mótið var hin fínasta skemmtun þó að okkur hafi ekki gengið sem skyldi (unnum engan en gerðum þó tvö eða þrjú jafntefli). Ég hef þó sterkan grun um að brögð voru í tafli enda virtust andstæðingar okkar alltaf hafa forskot á okkur sem oftast var í formi betri sjónar. Þannig er nefnilega mál með vexti að grímurnar þarna voru og eru alveg hroðalega gallaðar (í það minnsta okkar grímur) því ef maður andaði venjulega kom þessi massíva móða á glerið með þeim afleiðingum að maður sá lítið sem ekkert, svo bætti ekki úr skák að við spiluðum flesta leikina í myrkri og horfðum beint í einhver ljós sem fyrir tilstilli móðunnar blinduðu okkur alveg.

Nóg komið af nöldri. Það gerðist dálítið skondið atvik í paintballinu. Jú, ég var skotinn af undir eins metra færi beint í smettið. Það fór ekki betur en svo að lítið sem ekkert af kúlunni endaði á grímunni heldur fór hún beint í gegnum eitthvað öndunargat (sem gerir by the way ekkert gagn sbr. að ofan) og átti þetta sársaukafulla stefnumót við kinnina á mér. Nú er ég nett bólginn með upphleypt sár sem líkist hvað helst bóluklasa.
Já, svona fór víst um sjóferð þá.

En nú verð ég að halda áfram með glerhallana, sæl að sinni.