...c'est magnifique!

miðvikudagur, mars 07, 2007

Svitar

Hvað er málið með helvítis blogger? Hann neitar að publish-a ef maður hefur örlítið langa færslu. Ehh. Þetta átti að fylgja með hinu:

Sviti. Ég hef svitnað mikið undanfarið af tveimur ástæðum.
Númer eitt. Ég er búinn að kaupa mér hálfsárskort í World Class Laugum. Það verður stundað grimmt. Kaldhæðnislegt samt að það pleis, sem á að gera mann heilbrigðan, er líklegast valdurinn að hinum svitanum. Jahá, ræktinni finnst nefnilega ekki nóg að láta mann svitna í Laugum heldur líka í Hafnarfirði. Jújú, ég fékk flensuna. Og hef verið að svitna í bílförmum í hita- og kuldaköstum. Takk, World Class.