...c'est magnifique!

miðvikudagur, mars 07, 2007

Þátíð

Vá, það er svo sjittfokkass-mikið búið að gerast frá því að ég bloggaði síðast (sem er alveg tveir mánuðir).

Ókei. Það var t.d. Söngkeppni og -ball... nei, heyrðu, jólaballið líka! Andskotinn. Þetta Bu luju segir náttúrlega ekkert. (Wink). Nei, grín. Úff, ég er farinn að svitna núna af samviskubiti yfir bloggleysi. Og ég sem hef svitnað nógu mikið undanfarið. Æ, ég kem að því seinna.

Ég var að tala um böll (haha). Jólaballið var vel skemmtilegt. Fyrirpartí hjá Thelmu. Söngballið var líka frekar hresst, fyrirpartíið fannst mér samt hressara (hjá Þórunni). Síðast en ekki síst var árshátíð Framtíðarinnar 15. febrúar. Loftur hélt morgungleði (næstum morgunógleði (þá meina ég orðið, ekki partíið)) sem heppnaðist ljómandi vel. Þaðan fórum við nokkur í keilu. Um kvöldið borðuðum við svo í Perlunni hringsnúandi. Það var gaman. Þessi fjögurra rétta máltíð var samt varla fjórir réttir heldur meira svona aðalréttur borinn fram á eftir sýnishorni af kjúklingalifrarkæfu og smakki af sjávarréttasúpu. Annars var þessi kæfa reyndar alveg heldrjúg og varð yfirleitt eftir í glasinu sínu. Eftir svona 300 gráður af útsýni fórum við í fyrirpartíið okkar hjá Heru. Ágætis partí. Svo var það bara Broadway og danskorti nauðgað af fjölda spriklandi sprunda.

Ég er með einhverja áráttu að "skrá" svona viðburði.
Ég skrifa til að muna en dansa til að gleyma.