...c'est magnifique!

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

5.S segirðu

Í dag var mín þriðja skólasetning í MR. Hún gekk sinn vanagang: safnast saman fyrir framan MR; gengið fylktu liði í Dómkirkjuna; hlýtt á kór, prest og rektor; farið í heimastofu (sem núna er stofa 4 í Casa Christi, á móti þriðjubekkjarstofunni ofursveittu, vona að fjarkinn búi yfir betri loftræstingu) og hitt kennarana. MR bækur og fjölrit svo keyptar eftir næringarnám.

Svo er bara að bíða og sjá hvernig þessi nýi bekkur nær saman. Ég kalla það mjög gott ef andrúmsloftið verður eins og í 4.X en það er nokkuð ljóst að enginn bekkur mun nokkurn tímann jafnast á við hinn goðsagnakennda 3.B. Það eru örugglega margar ástæður fyrir velgengni hans sem er efni í allt aðra færslu en þessa hér.

Svolítið skrítið að bara einn af þeim kennurum sem kenna okkur í ár hefur kennt mér áður. Þannig hafa nokkrir mjög góðir kennarar kvatt og í staðinn hafa gamlir fjendur (eða á ég að segja fjandi) frá því í hitteðfyrra heilsað.

Fyrsti skóladagur á morgun svo eins gott að fá góðan nætursvefn.

Góða nótt.