...c'est magnifique!

laugardagur, október 09, 2004

Blogg

Frá því að ég opnaði þessa síðu hef ég tekið eftir mjög miklum mun á virkni kynjanna í bloggheiminum. Til vitnis um þetta er nóg að líta á tenglalistann minn þar sem mikill meirihluti síðnanna er í eigu stúlkna. Sömu sögu segja kommentin en þau einkennast einnig mestmegnis af kvenbloggurum. Nú veltir fólk vöngum og spyr sig hver ástæðan fyrir þessu sé. Gæti verið að stelpur hafi meiri frítíma en strákar? Gæti verið að stelpur séu meira fyrir að tjá tilfinningar sínar eða hafa þær einfaldlega meira að segja? Hver svo sem ástæðan er er ljóst að hún mun ekki finnast í fljótu bragði. Hver veit nema þetta verði helsta viðfangsefni félagsfræðinga í framtíðinni?

Ég hef líka tekið eftir því að langflestir sem kommenta á hin ýmsu blogg reka sjálfir samskonar síður. Af þessu má sjá að fólk upp til hópa er annaðhvort mjög virkt í blogginu; á síðu og kommentar á aðrar eða hefur engan áhuga á þessu og sniðgengur þetta algjörlega.

Þá hef ég lokið þessari litlu greiningu minni á íbúum bloggheima.

Að lokum vil ég lýsa minni ótvíræðu aðdáun á gáfumannahljómsveitinni Parent sem skipuð er þeim Hildi Kristínu í 3.B (mínum bekk) og Héðni og Jóni í 3.F. Ég bíð óþreyjufullur eftir næsta "live performance-inu" og vona innilega að Parent haldi áfram á sömu braut. Svo verð ég að fara að hlusta á Blonde Redhead.