...c'est magnifique!

laugardagur, mars 10, 2007

Vígtenntar vonir

Fyrir árshátíð Skólafélagsins á haustmisseri vorum við með leynivini. Minn var Guðrún Mist. Ég samdi henni ljóð frá hyldýpi hugar míns. (Lesist með miklum tilþrifum, dramatískum þögnum og helst upphátt).


Óður til vígtenntra vona á válegri vetrarnóttu

Ó, Guðrún Mist,
þig hef ég aldrei kysst.
Sem daggardropi á grónu túni,
skal ég draga að húni
ljóma þinn og drauma.

Munu þeir þar á vindum fljóta
enginn tími til að skjóta
sendiboðann.

Þar stend ég hjá
og horfi.

Sem hnotuviður hugsjóna þinna mun
ljós myrkursins brenna.
Brenna.
Brenna.
Æ, ég brenndi mig.

Augu þín eru þúsund gimsteinar
sem eiga ekkert skylt við loftsteina
sem eru ófagrir.

Hve langt þurfa menn að leita
til að fá að skreyta
líf sitt
með þér.

Að ofan svífa dásamlegar dísir
niður.
Þú kreistir þær í höndum þér,
lífskrafturinn lekur,
á þig,
yfir þig,
um ókomna tíð.
Og mýfluga eilífðarinnar grætur í hljóði.

Á fjarlægu smáblómi sálar minnar er skuggi,
komdu aftur.


-Erbín Pólon, tu amigo secreto