...c'est magnifique!

þriðjudagur, mars 22, 2005

Páskafrí

Ég hef ekki gert neitt í þessu páskafríi, það ætti að kæra mig. Kærið mig.

Ég væri nú alveg til í að fara upp í sumarbústað og skemmta mér eitthvað þar. Það væri líka helmingi skemmtilegra ef maður væri með bílpróf. Og það væri enn skemmtilegra ef það væri kominn heitur pottur þarna upp frá.

Ég fíla Everwood-sápuna á Stöð 1. Ég veit, ég er hæper kúl.

Pabbi á afmæli í dag. Ég fór því í dag að leita að einhverju sniðugu internetsafmæliskorti til að senda honum í vinnuna. Endaði á síðunni hjá Hallmark þar sem var úr mörgu að velja:
Þetta fannst mér t.d. sjúklega fyndið. Sérstaklega: "Hold on, Harold, hold on!" Haha! Klassík...
En þar sem pabbi er ekki enn farinn að missa hárið ákvað ég að halda áfram að leita. Mér fannst þetta aðeins of væmið og jolly fyrir minn smekk, lagið gerði alveg út af við þetta.
Svo fann ég þetta helvíti netta kort og ákvað að senda kallinum það. Þá vitiði það.

Ég vil þakka Hildi Kristínu fyrir að kynna mig fyrir The Shins. Diskurinn Chutes Too Narrow er gullmoli.

Example


Verð að bæta þessa færslu eitthvað. Hérna er gott fólk á góðu kvöldi:



Hérna er mjög gott fólk á mjög góðu kvöldi:



Og út af því að páskarnir eru á næsta leiti:

Einu sinni var lítill saklaus páskaungi



sem dó.


Gleðilega páska, allir!