...c'est magnifique!

mánudagur, febrúar 07, 2005

Líður að árshátíð

Sæl veriði. Eru ekki allir hressir og vel gyrtir og allt það? Jújú, gott að heyra, gott að heyra.
Færslunum mínum hefur fækkað svo ógurlega upp á síðkastið að ég held að öll umferð á þessa síðu sé meira og minna úr sögunni. Eða er það kannski bara fínt? Nú get ég sagt klúr orð með hreinni samvisku, vitandi að ég einn muni hneykslast á þeim.

Árshátíðarvikan er gengin í garð. Framtíðin lofar gleðilegri viku. Casa var líka opnuð í dag. Og skítur á priki. Ég hef aldrei séð annað eins. Hún hefur verið skreytt hátt og lágt í anda Bandaríkjanna í tilefni árshátíðarinnar. Þemað er s.s. Bandaríkin og innihélt Casa m.a. McDonalds, Starbucks, forsetann, lífverði, dyraverði, ruðningskappa, klappstýrur, körfubolta, háhýsi, bíó, djass-bar, spilaborð, MR-ican Idol og kjörklefa með kjörseðlum sem höfðu aðeins einn frambjóðanda, Bush. Og allir töluðu auðvitað ensku.


Svo er auðvitað aðalgleðin á fimmtudaginn þegar árshátíðarballið sjálft verður haldið með pompi og prakt. Bekkurinn verður saman allan þann dag. Maður mætir nývaknaður í morgunpartí og endar sveittur og þreyttur í kolniðamyrkri einhvers staðar í Grafarholti. Og ég hlakka brjálæðislega til.

Eins og vanalega hef ég fest í einhverjum crappy flash-leik. Nýjasta bölin er Chuck. Einhver sá alhallærislegasti leikur sem ég hef rekist á á Netinu. Mér bregður þó fyrir á nokkrum stöðum í hæ skorunum, vafasamur heiður í meira lagi.

Bises.