...c'est magnifique!

laugardagur, janúar 29, 2005

Kung Pow!

Jájájá, þá er Loki kominn út í öllu sínu veldi. Vel að verki staðið stelpur.

En gaman að segja frá því að í dag fór ég á kvikmyndarýnisíðuna rottentomatoes.com og sló inn nokkrum myndatitlum til að sjá hvað alvörubíónördunum fyndist. Þá datt mér allt í einu í hug "stórmyndin" Kung Pow!: Enter the Fist sem Halla hefur verið að sýna okkur í hádegishléum á skjávarpatjaldinu í stofu 3 í Casa Christi. Öll höfum við hlegið eins og fávitar af þessari fáránlegustu mynd sem ég hef á ævi minni séð. Hetjan í myndinni er "The Chosen One" og berst við óvini sína með einhverri austurlenskri bardagalist sem ég þekki ekki. Í síðasta hádegishléi barðist hann við kú. Myndin á að vera óður (háð) til allra Kung Fu-mynda sem hafa verið gerðar. Ég held allavega ekki neinum vökva yfir þessu. Hvað um það, ég sló henni inn og svei mér þá. Henni var slátrað eins og Master Pain eða Betty hafi verið þar að verki. Aðeins 8% gagnrýnenda mælti með henni, meðaleinkunnin var 2,7. Það er nú afrek út af fyrir sig. Það var samt einn og einn inn á milli sem fannst myndin ágæt. Einn orðheppinn gagnrýnandinn komst svo að orði: "As deadly to brain cells as huffing paint thinner, but more delightful!" Ég ætla bara að leyfa ykkur að lesa neikvæðu umfjöllunina sjálf. Þá er það opinbert, 3.-B hefur ömurlegan kvikmyndasmekk og það sem meira er, herfilegan húmor.