...c'est magnifique!

sunnudagur, júní 10, 2007

Eitt núll fyrir mér

Það er ekki á hverjum degi sem hinn almenni eldsneytisneytandi fær möguleika á að klekkja á stóru olíufélagi. Það kom því sem ljúfur andvari eftir stórhríð þegar gullið tækifæri féll mér í skaut á föstudaginn.

Kæru Íslendingar. Nú tek ég upp hanskann fyrir ykkur og nota hann til þess að slá olíurisa utanundir. Megi það verða til þess að minnka gremju og biturleika næst þegar þið fyllið á skrjóðinn ykkar.
Vinir, þegar bensínfnykurinn leikur um vit ykkar munið manninn sem streittist á móti okrinu og kom höggi á andstæðinginn. Þegar krónutalan á dælunni eykst hraðar en veldisvísisfall munið manninn sem hjó kúgunina í herðar niður. Þegar þið hvorki tjúttið né tannist á Tene vegna eldsneytisútgjalda herðið upp hugann og munið að nú fær olíuógeðið að kenna á því. Munið Bjarna Þorsteinsson.

Gleraugun mín brotnuðu í vinnunni. Olís borgar ný. Ég ætla að kaupa dýr gleraugu.