...c'est magnifique!

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Bannað

Ég varð 16 ára í síðustu viku og hef verið að spá í því hvað ég má og má ekki. Ég hef komist að því að það er rosalegt ósamræmi á því sem er bannað.
Ég má sjá ALLAR kvikmyndir. Sama þótt það sé hryllingsmynd af skelfilegustu gerð þar sem fólk er hakkað niður i smábita og síðan étið eða það sé grófasta klámmynd þar sem fólk er... ehmm, förum ekki nánar út í það. Ég má allavega sjá allt heila klabbið. Það er hins vegar eitt sem ég ekki má gera. Ég má ekki spila tölvuleikinn "Leisure Suit Larry". Hann er bannaður innan 18 og fjallar um partífuglinn Larry sem drekkur, djammar og veður í kvenfólki. Ég má sem sagt ekki sjá tölvuteiknuð brjóst.
Sjáiði þessar samræður fyrir ykkur?:
"Ertu að segja satt, Margrét? Var hann Benni okkar að horfa á hardkor klámmynd í gær?"
"Já, en það er allt í lagi, hún var leikin."

Sjúkt.