...c'est magnifique!

föstudagur, nóvember 05, 2004

Hitt og þetta

Rosalega er mikið að gera hjá mér. Einhver ógurleg prófahryna er komin í gang og menn sjá ekki fyrir endann á henni. Það gerist þó eitt og annað mitt í öngþveitinu sem skapar oft á tíðum bara ennþá meiri ringulreið. Það er þá stundum velkomin ringulreið sem fær mann til að slaka aðeins á í öngþveitinu og sjá hlutina í öðru og yfirvegaðra ljósi. Þetta gerði ræðukeppnin Sólbjartur í vikunni sem er brátt að líða undir lok. Setning þessi er vafasöm í meira lagi, tilvísunarfornafnið "sem" á við vikuna, ekki Sólbjart.

Ræðuliðið 3.B 1 (a.k.a. þrjú beitt [orðaglens]) er skipað:

Hildi Kristínu, frummælanda
Bjarna, meðmælanda (mér, fyrir ykkur hellisbúana)
Höllu Þórlaugu, stuðningsmanni
og Elísabetu Hugrúnu, liðsstjóra

Við unnum slakt lið 3.C 2 í fyrstu umferð og stefnum á sigur í þeirri næstu, eftir jól. Aðalskemmtunin við þessa keppni var eiginlega bara þegar við "Get together, do whatever" eða sömdum ræður í góðu gríni. Talandi um þessa ensku þarna, mér finnst þessi Nokia auglýsing sérkennileg en í senn mjög skemmtileg.

Æ, ég veit ekki hvað ég sagt meira get. Ljúka þessu ætli ekki ég bara.

And if we can't fulfill even the most basic of needs,
how will we ever be happy?

-Þetta eru svo sannarlega orð að sönnu.