...c'est magnifique!

mánudagur, apríl 11, 2005

Kolbeinn kafteinn

Bújakaza! Daginn!

Þetta verður fínasta vika. Engin próf og grímuball á miðvikudaginn sem verður án efa rosalegt. Held að fyrirpartísmálin séu þó enn á reiki. En á þessu ágæta balli ætla ég að vera enginn annar en Tinni!


Ég verð samt að viðurkenna að ég veit lítið sem ekkert um meistara Tinna (eða Tintin eins og hann heitir á frummálinu frönsku) og vona að einhverjir hardkor Tinna-áhugamenn fari ekki að ræða eitthvað við mig um þau mál. Þeir yrðu örugglega sárlega móðgaðir yfir fávisku minni.

Hvað sem því líður þá fékk ég Amazon sendinguna mína heim um daginn. Ó, hvað það var gaman. Slatti af tónlist og DVD þarna í huggulegum kössum. Og meira að segja kom þetta miklu fyrr en áætlað var. Nú er ég því með nokkra tugi nýrra laga í iPod-num mínum. Mér ætti allavega ekki að leiðast í strætó á næstunni. Svo bættist ennþá meiri gleði við á föstudaginn, enginn annar en ég var hæstur í bekknum á rökfærsluritgerðinni, helvíti já!

Og nei, gleðin er ekki búin. Ég og Héðinn frændi ætlum að skreppa að heimsækja Skarpa frænda í Kaliforníu í júní. Við erum að tala um skemmtigarða þarna allt í kring. Svo er Skarpi líka með sundlaug, heitan pott, rennibraut og svaka grillaðstöðu í bakgarðinum. Fjúú...

Example

Example

Example

Takk fyrir að lesa, lesendur góðir og eigið góðan dag.