...c'est magnifique!

föstudagur, maí 06, 2005

Prófahrina

Já. Eins og flestir aðrir er ég líka í prófum. Búinn með fimm af tíu. Þessi fimm hafa þó verið frekar fljót að líða og einhvern veginn miklu minna mál en jólaprófin voru... allavega svona eftir á að hyggja. Stressstigið er í sögulegu (var einmitt í söguprófi í dag, höhö) lágmarki og þetta flýtur frekar ljúft áfram. Svo ég komi með upptalningu (í tímaröð):

Búinn með:
Félagsfræðistúdentspróf
Stærðfræði
Íslenska ritgerð
Ensku
Sögu

Á (so. að eiga) eftir:
Jarðfræði
Íslensku
Dönsku
Eðlis-/efnafræði
Frönsku

Feitletruðu prófin eru þau leiðinlegustu og erfiðustu. Eða kannski er ég bara fordómafullur. Ætti að kötta þeim smá slakk eða gefa þeim breik eða eitthvað.

Hvaðsemerhver. Mig langaði svolítið að fara á Ingólfstorg kl. 5 í dag. Þar verður mótmælt ofbeldi og Hjálmar spila. Hefði samt örugglega aldrei farið ef þeir spiluðu ekki. Maður er svo kaldrifjaður að maður veit af því. Leiðinlegt og ég er ekki sá eini. En það er svo kalt úti að ég nenni ekki að fara þangað. Já, ekkert meira að segja um það.

En plan helgarinnar hljómar svo: Læra undir jarðfræðipróf og fara í bíó með Níels og Alla á The Hitchhiker's Guide to the Galaxy!

Ég verð að koma að hrósi til ritstjórnar Skólablaðsins fyrir magnað blað (eða kannski réttara að kalla þetta bók, þetta flykki er yfir 250 bls.) sem ég fékk í dag. Blaðið er þrekvirki svo ekki sé meira sagt. Myndasögurnar hans Hugleiks eru líka sjitt-fyndnar.

Ætla að enda á brandara:

A salesman is driving toward home in Northern Arizona when he sees a Navajo man hitchhiking. Because the trip had been long and quiet, he stops the car and the Navajo man climbs in.

During their small talk, the Navajo man glances surreptitiously at a brown bag on the front seat between them.

"If you're wondering what's in the bag," offers the salesman, "it's a bottle of wine. I got it for my wife."

The Navajo man is silent for awhile, nods several times and says, "Good trade."

Bless!