...c'est magnifique!

þriðjudagur, maí 31, 2005

Mardi

Ég fór á ættarmót síðasta sunnudag í Garðinum þar sem ættin hans pabba, "Sólbakkaættin", kom saman. Þetta var nú bara miklu skárra en ég bjóst við. Veðrið bjargaði alveg deginum en við gengum um æskuslóðir ömmu: byrjuðum í kirkjunni og skoðuðum fjölskylduleiðið, gengum um Sólbakka, Miðhús og ýmislegt annað. Fínasti dagur alveg. Hvet alla til að kíkja í Garðinn einhvern tímann (á Reykjanestánni).


Útskálakirkja í Garði


Þarna voru lömb og ég veit ekki hvað og hvað


Í öðrum fréttum:

-Ég átti bara alls ekkert að fara í Ökuskóla 2 í þessari viku. Fór samt í gær að óþörfu.

-Mér finnst Dan Scott í One Tree Hill meiri hard-ass en Svarthöfði. Hann er svo evil að hann ætti að fá einhver verðlaun. Núna er þessi þáttur í órafjarlægð frá öllu sem mögulega gæti líkst raunveruleikanum. Mér finnst hann samt geðveikur.

-Californiaaaaaaa! Californiaaaaaaa! Here we coooooooooooooome! Hótelið sem við verðum á í Seattle (við fljúgum eina helgi til Seattle í eitthvað afmæli): Rosario: Resort & Spa. Svo er hér dagatal fyrir ferðina fyrir þá sem vilja forvitnast meira.

Leiter geiter.