...c'est magnifique!

laugardagur, maí 21, 2005

Tjaldferð

Já, tjaldferðin alræmda. Já, sko, já. Hvað skal segja um svona tilgangsleysu? Hún var samt svöl. En ekki á kúlaðan hátt. En svöl var hún, já. Íslenskar útilegur eru yfir höfuð bara hálfglataðar. Á Íslandi er aldrei samfellt, gott veður, það bara gerist ekki. Ferðirnar byrja oft voða vel en síðan hverfur sólin bakvið dökk ský, rigningin hrynur svo úr þeim, það bætir í vindinn og tjaldhælarnir mjaka sér upp úr jörðinni. Síðan geturðu ekki annað en beðið eftir að himinninn fjúki af og droparnir leki í gegnum þunnt innra tjaldið. Og þú, í köldum svefnpokanum en samt einhvern veginn svitastorkinn, æðir út ringlaður í ærandi vindhviðunum og reynir að bjarga því sem bjargað verður... Æi, þið kannist við þetta.

Image hosted by Photobucket.com

Þetta er kannski aðeins of ýkt dæmi en já. Tjaldferðin. Hún var allt í lagi. Við komum á tjaldstæðið eitthvað um sexleytið en ég man reyndar ekkert hvað þessi staður heitir en hann er allavega í tæplega kortérs fjarlægð frá Selfossi. Þegar við komum var sól en þvílíkt rok og áttu sumir í meira basli við að tjalda en aðrir. Dót fauk hægri vinstri og fólk á harðaspretti eftir því.
Kvöldið leið svo frekar hægt. Maður var flakkandi milli tjalda og fólk dundaði sér í þessu týpíska. Það var eitthvað slappt fótboltamót milli bekkja en vegna vinds var það frekar leiðinlegt, við unnum þó þennan eina leik sem við spiluðum. Fólk söng líka hástöfum (fullt og ófullt) á flestum stöðum, við gítarleik (fullan og ófullan) sem og engan undirleik. Vaka söng líka fokking skerandi. Hélt mér allavega vakandi. Mu. Fórum svo líka í hressandi SannPróKont sem stóð reyndar stutt. Svo var auðvitað talað mikið saman og brandarar og draugasögur skutu upp kollinum. Auðvitað má svo ekki gleyma Bullshit-inu sem var spilað óspart.
Eins og áður sagði var kalt í nótt og fundu margir vel fyrir því. Við fimmmenningarnir vorum í þrjátíuogeitthvað ára gömlu tjaldi sem stóð sig líka bara með prýði gegn óblíðum náttúruöflunum. Okkur var bara hæfilega kalt.