...c'est magnifique!

sunnudagur, júní 12, 2005

Day Four

Nú er helgin á enda, mikið líður þetta fljótt.

Í gær (laugardagurinn Day Three) fórum við Héðinn og Skarpi í bíltúr. Við byrjuðum á ljósmyndabúð, Samy´s Camera, þar sem Héðni leið eins og krakka í sælgætisbúð. Veskið hans fékk allavega að finna fyrir því. Þaðan var ferðinni heitið til Beverly Hills á hina frægu Rodeo Drive götu. Sjitt, rich bich avenue. Þarna eru örugglega allir helstu fatahönnuðir heims með sína eigin búð. Anyway...
Eftir smá cruise þar innan um alla Porsche-ana, Bentley-ana og Rolls-Royce-ana fórum við til Santa Monica á aðeins venjulegri verslunargötu, 3rd Street Promenade. Keypti mér þar m.a. nokkra geisladiska: Coldplay, Killers, Bravery, Bloc Party og Mars Volta. Komum svo heim í hveitilengjur sem Lynnea matreiddi.

Í dag fórum við svo til Malibu og snæddum á Paradise Cove á ströndinni og lékum okkur smá á þeirri mjög fallegu strönd. Þessar myndir eru teknar á veitingastaðnum:



Efri Lynnea, neðri Isabel

Já, ég veit, þetta er voðalega þurrt blogg. En þetta er aðallega fyrir mig og gaman að skoða alla ferðina svona í grófum dráttum í framtíðinni, þannig að ekki pirrast of mikið ef þetta er dálítið innhverft. En endilega kommentið eins og ykkur lystir ef eitthvað liggur ykkur á hjarta og líka ef það liggur barasta ekki neitt á því.

Well somebody told me
You had a boyfriend
Who looks like a girlfriend
That I had in February of last year
It's not confidential
I've got potential

-Isabel kann þetta lag (Somebody Told Me með The Killers) utan að og syngur alltaf hástöfum þegar það er í útvarpinu. Hahaha, cracks me up.

"I´m from the hood, yo. Ya know, Malibu." -Brad Gluckman