...c'est magnifique!

föstudagur, júní 03, 2005

Föstudagur

Um þessar mundir samanstendur líf mitt af tvennu: ökutímum og þakkantssmíðum (gott orð). Ég sit því ekki beinlínis auðum höndum, thank god, annars mundi ég líklegast naga af mér höndina af leiðindum. Ég vona bara að ég fái vinnu eftir ferðina, í júlí og ágúst, þá væri allt í góðu.

Það var frekar rólegt hjá mér í gærdag og ég var farinn að fá smá samviskubit yfir aðgerðaleysinu og tímaeyðslunni þannig að ég ákvað að gera eitthvað uppbyggjandi. Eitthvað sem gæti réttmætt allar þessar dauðu stundir undanfarið. Eitthvað sem mundi virkja heilasellurnar og komið mér vel í framtíðinni. Ójá, góðir lesendur, ég gerði einmitt það. Ég lærði öll fylki Bandaríkjanna og höfuðborgir þeirra. Þið lásuð rétt. Ég er ótrúlega glaður að ég hafi gert þetta, ég er bara svo miklu upplýstari núna. Vissuði t.d. að Des Moines er höfuðborg Iowa? Ekki ég heldur - fyrr en í gær. Ahh...

Ef þetta var ekki nóg þá gerði ég annað líka. Ég ákvað að ég vissi ekki nóg um nágrannaríki okkar, Norðurlöndin. Þannig að ég lærði sitt lítið af hverju. T.d. lærði ég íbúafjölda allra ríkjanna, helstu atvinnuvegi, ýmislegt um landslagið og auðvitað séreinkenni þeirra og fyrir hvað þau eru þekkt. Vissuði t.d. að í Finnlandi eru 60.000 stöðuvötn og að helsti atvinnuvegur þeirra er pappírsframleiðsla? Svíþjóð er svo fjölmennasta landið, með 9 milljónum íbúa, og er jafnframt það auðugasta. Þar hafiði það.

Ekki er alltaf slæmt að hafa ekkert að gera, það getur jafnvel bara verið mannbætandi.

Í tilefni þess að ég er að fara að sjá Mammút ásamt fleirum á Kaffi Hljómalind í kvöld er...

Lag dagsins: Mammút - Mosavaxin börn
Pearl Jam-lag dagsins: Thin Air af Binaural