...c'est magnifique!

fimmtudagur, júní 02, 2005

Inadvertant Imitation

Golf. Það getur oft verið gaman að skella sér í golf á góðviðrisdögum á sumrin. Ég æfði einu sinni golf. Já, ég veit. Þetta hljómar... Æi, sjitt ertu að djóka? Ég held að heimurinn sé ekki tilbúinn að fá bloggfærslu um golf. Eitthvað annað...

Pearl Jam. Já, ahh, Pearl Jam. Góðir menn. Góð skemmtun. Sumt fólk er þó ekki á sama máli. Ég hef oft rekist á fólk á netinu sem er bara meinilla við þessa ágætu hljómsveit. Ussussuss! Ég hlusta ekki á svoleiðis væl. Pearl Jam eru nefnilega snilldartónlistarmenn. Segi og skrifa. Nú á ég meira að segja allar sjö stúdíóbreiðskífurnar með þeim, tvo læv-diska og ýmsar tónleikaupptökur (bootlegs). Sem sagt, yfir tíu tíma af gæðaefni. En nóg um það.

Þessi færsla er nú bara svona somethin' somethin' sko, ég hef nú ekkert að segja. En greyið Elísabet verður nú að hafa eitthvað að lesa í vinnunni.

Fyrst ég hef ekkert að segja er kannski ekki úr vegi að segja frá því að ég skellti mér á Reykjavík Shorts and Docs í Tjarnarbiói um síðustu helgi. Fór tvö kvöld í röð: föstudags- og laugardagskvöldið. Á föstudeginum voru sýndar fimm stuttmyndir og voru þær allar mjög fínar. Þar var m.a. belgísk mynd á dagskrá, Alice et moi, sem fjallaði um Simon sem fékk það verkefni að keyra aldraða frænku sína og tvær vinkonur hennar, sem allar voru gyðingar, eitthvað langt út á land. Algjör snilld hvernig þær skipta sér af öllum hans málum í þessari bílferð þegar kærastan hans fer að rífast við hann í gegnum símann. Svo í síðustu myndinni kom fram hressileg sjálfsmorðsaðferð sem mér er reyndar ekkert alltof vel við, svona svipað og að ætla að drepa sig með því að stökkva niður af þriggja hæða húsi - ekki nógu vænlegt til árangurs - þið vitið hvað ég meina. Gaurinn tróð sem sagt tveimur blýöntum upp í nasirnar á sér, með oddana upp, og ætlaði svo að berja þeim niður í borðið. Sem betur fer guggnaði hann á síðustu stundu og hætti við allt saman.

Lag dagsins: Oasis - Don't Look Back in Anger af (What's The Story) Morning Glory?
Pearl Jam-lag dagsins: Mankind af No Code