...c'est magnifique!

fimmtudagur, júní 16, 2005

Day Eight

Dagur átta, ójá.

Í gær fórum við tveir drengirnir að versla í Northridge Fashion Center. Lynnea skutlaði okkur og á leiðinni renndum við í gegnum drive-thru hjá In-n-Out Burger. Mjög vinsæll og virtur skyndibitastaður í Kaliforníu sem opnaði nítjánhundruðsextíuogeitthvað. Skarpi og co. halda allavega mikið upp á hann því ólíkt flestum skyndibitastöðum er ekkert foreldað og hráefnið alltaf glænýtt og aldrei frosið, sem sagt rosalega ferskt. Það er líka svolítið fyndið að það er bara þrennt á matseðlinum: Hamburger, Cheeseburger og Double-Double Burger, með frönskum og drykk auðvitað. Fá líka hrós frá mér fyrir að bjóða upp á Dr. Pepper í gosvélinni.
Feitt anyway. Í Northridge versluðum við heilan helling og alltaf með sömu afsökunina: "Because of the exchange rate it's practically free!". Ójá, we've got that covered. En þetta var ansi vel heppnuð verslunarferð og það merkilega er að ég er venjulega mjög lítið fyrir að versla, sérstaklega föt. Hérna er þetta hins vegar bara ekkert mál, kannski útaf því að allt er miklu ódýrara og því léttara að eyða...
Skarpi sótti okkur og var frekar vonsvikinn yfir því að hafa ekki farið með okkur á In-n-Out Burger þannig að við fórum bara aftur. Höhöhöhö. Skarpi vill endilega að við hittum félaga hans Billy, rótara Anthrax. Það verður forvitnilegt.

Í dag fórum við öll út að borða með vinkonu hennar Lynneu og manninum hennar í Pasadena. Staðurinn heitir Twin Palms og tveir kallar glamrandi á gítara sáu um stemmninguna. Vel gert hjá þeim. Fékk mér víst voða kanalegt að borða: steik og kartöflu. Þessi hjón voru bara mjög skemmtileg. Konan var að tala um ferð sína til Fiji og sagði frá því að mannát tíðkaðist þar fyrir ekki svo löngu síðan. Ég ákvað að vera voða sniðugur og skaut inn í að við Íslendingar stunduðum það enn þann dag í dag. Augun í henni urðu á stærð við snókerkúlur: "Oh, really?". Lynnea varð fyrst að bresta og fór að hlæja. Hahaha þetta var sjúklega fyndið.
Eftir matinn keyrðum við aðeins lengra inn í bæinn og stoppuðum við einhverja göngugötu. Fólkið vildi endilega fara á Cold Stone Creamery sem er ísstaður og gengur út á að blanda saman alls konar nammi í alls konar ís. Dálítið eins og bragðarefur. Mjög gott sko.

Á morgun er svo ein rúsínan í pylsuendanum, ferðin til Seattle. Við fljúgum þangað um tvö leytið og komum aftur á mánudaginn. Afmæli pabba hennar Lynneu er ástæðan fyrir ferðinni. Afmælið og hótelið er á eyju fyrir utan Seattle. Víííííjjj.

Bloggjúleiter og gleðilegan þjóðhátíðardag (kom meiraðsegja með íslenska fánann hingað, ójá!).