...c'est magnifique!

miðvikudagur, júní 22, 2005

Day Fourteen

Hádí

Á föstudaginn (Day Nine) héldum við út á Bob Hope flugvöllinn í Burbank aðeins seinna en við var búist. Flugvélin átti að fara í loftið um tvöleytið en fór ekki fyrr en tveimur eða þremur tímum síðar. Flugið var stutt, um tveir tímar. Við lentum í Seattle um kvöldmatarleytið og við tók stutt keyrsla beint til Valerie, mömmu hennar Lynneu. Gaman þar, mjög góður matur hjá Valerie og manninum hennar Charlie og gaman að hitta fjölskylduna hennar Lynneu aftur eftir langan tíma. Systkini hennar voru þarna, Rich og Jenny, ásamt Penny, konu Rich. EInstaklega skemmtilegt að tala við Rich en hann átti heima á Ísafirði í byrjun tíunda áratugarins og kann því slatta í íslensku. Maðurinn er freak of nature eins og konan hans orðaði það. Hann er uppfullur af alls konar fróðleik, veit allt milli himins og jarðar og sagan segir að hann sé ósigrandi í Trivial. Hann sendi bréf til ráðamanna allra fylkjanna í Bandaríkjunum og fékk senda upplýsingapakka frá þeim og veit þess vegna allt um fylkin. Jébb, sem sagt alger landafræðinörd, að eigin sögn meira að segja.

Jæja. Næsta dag (laugardaginn, Day Ten) vöknuðum við eldsnemma og tókum saman dótið okkar (mitt var btw. allt troðið ofan í einn bakpoka og mikið afrek alltaf þegar ég náði að loka honum). Við borðuðum fínan morgunmat a la Valerie áður en við stukkum upp í bílaleigubílinn og keyrðum töluverðan spöl í átt að pleisinu þar sem ferjan lagði úr höfn. Á leiðinni komum við að áningarstað nokkrum og teygðum úr okkur. Ekkert í frásögur færandi frá þeim stað nema að þar var eitthvað eldgamalt og gríðarmikið tré sem átti að vera merkilegt og að þar hittum við Julian, son Lynneu, sem við Héðinn höfðum ekki séð síðan 2000.

Við komum að plássinu þar sem ferjurnar sigldu út að San Juan eyjunum, okkar leið var heitið á eina stærstu eyjuna, Orcas. Við komum mjög tímanlega og lögðum bílnum í bílaröðina. Ferjan leysti landfestar um hádegisbil. Eftir klukkutímasiglingu komum við að Orcas Island og vá þessar eyjar eru rosalega fallegar, allar þaktar með háum og þéttum barrtrjám. Við fundum hótelið, Rosario Resort, check-uðum inn og fundum herbergin sem voru dreifð um mismunandi byggingar hótelsins. Við Héðinn og Julian vorum saman í herbergi í byggingunni Skagit.
Þá var að huga að raunverulegri ástæðu fararinnar þangað - afmæli Tom, pabba Lynneu. Allur hópurinn safnaðist saman í herbergi hans og konu hans Sharon. Hann hafði orðið sextugur nokkrum dögum áður og hélt að hann væri bara að koma þarna að slappa af með konunni sinni. Við áttum von á honum á hverri stundu og földum okkur inni á baðherberginu, inni í skápum og víðar. Við biðum og biðum í niðamyrkri inni á þessu klósetti og ekkert bólaði á manninum. Frekar kómískt, fullorðið fólk bíðandi þarna inni í algerri þögn með glott á vör. Skarpi rauf þögnina: "Anybody mind if I use the crapper?". Hahaha! Allir sprungu úr hlátri.
Eftir svona tuttugu mínútur af þessu komum við út úr baðherberginu og aðrir komu út úr skápnum. Hringdum í front desk og spurðum hvort skötuhjúin höfðu check-að inn. Þá kom í ljós að starfsfólkið, þrátt fyrir að við höfðum stafað fyrir þeim hvernig væri í pottinn búið og nákvæmlega hvað það ætti að gera, hafði sent þau í rangt herbergi. Herbergi sonar þeirra og konu hans (held ég) sem höfðu komið þangað til að vera með í surprise-inu. Og hvað haldiði, töskurnar þeirra náttúrulega þar. Allir voru fjúming yfir heimskunni í þessu starfsfólki. Þá var ekkert annað að gera en að arka með kælda kampavínið niður á neðri hæðina, banka á dyrnar og hrópa surprise. Kallinn varð líka bara helvíti undrandi, þannig að þetta gekk að lokum.
Um kvöldið fórum við á mexíkanskan veitingastað í þessum agnarsmáa miðbæ. Þar var skálað fyrir afmælisbarninu og hann opnaði gjöfina sína sem var úr sem gerði allt. Já, allt. Um kvöldið skelltum við okkur strákarnir í djakúsí og höfðum það gott. Ekki mikið annað að gera svo að eftir það fórum við bara upp á herbergi og spörkuðum aftur.

Daginn eftir (sunnudagurinn, Day Eleven) borðuðum við síðbúinn morgunmat á fínum stað við sjóinn þar sem flestir fengu sér pítsu, m.a. ég. Svo keyrðum við upp á hæsta punktinn á eyjunni, Little Summit. Vott ei vjú! Önnbílívabel! Á leiðinni niður stoppuðum við á stærsta stöðuvatninu á þessari skemmtilegu eyju og við Skarpi og Héðinn leigðum okkur lítinn fótknúinn bát og sigldum út á það. Þvílík átök maður! Við vorum alveg búnir á því þegar við komumst á þurrt land aftur. Já, ég var ekki búinn að nefna það, veðrið var alveg frábært þessa daga, sól og góður hiti. Þegar við komum á hótelið aftur spiluðum við þrír bátsmenn krokket. Það er allavega sport sem maður stundar ekki mikið. Skarpi sýndi úrvalstakta og rúllaði okkur upp. Eftir það var setið smá við sundlaugina og borðað ís. Fyrr um daginn höfðu flestir haldið heim á leið og bara ég, Héðinn, Julian, Isabel, Skarpi, Lynnea og vinkona hennar og dóttir vinkonunnar sem voru um kyrrt.
Um kvöldið fórum við í "bæinn" og leituðum að veitingastað. Ekki var um margt að velja en við fundum einn ágætan. Mikið um monkey business þar. Eftir matinn ákváðum við Héðinn að fara að elta villt dádýr sem við höfðum séð þónokkuð af þarna um helgina. Við sáum tvö dýr rétt hjá hótelinu og athuguðum málið. Héðinn auðvitað með myndavélina og myndaði eins og óður væri. Annað dáýrið hljópst á brott eftir nokkra stund en við héldum áfram að elta hitt og komumst ansi nálægt. Eftir að hafa elt dádýrið langa leið og gefið því gras og strá kom kona, hótelgestur, upp að mér og lét mig hafa handfylli af bláberjum og sagði mér að tyggja eitt og spýta því í höndina á mér svo dýrið fyndi lyktina af því - þá myndi það örugglega koma. Ég gerði það og gekk að dádýrinu. Það labbaði að mér og vott dú jú nó, það byrjaði bara að éta berin úr lofanum mínum, svona svipað og hestur. Héðinn náði líka myndum af þessu öllu.
Ekki var gert mikið markvert það kvöld.

Næsta dag (mánudagurinn, Day Twelve) pökkuðum við saman dótinu okkar og keyrðum niður á höfn. Borðuðum þar morgunmat. Breakfast of champions. Pönnukökur og beikon með fjórum pökkum af smjöri og fimm öskjum af sírópi. Það var greinilega ætlast til að pönnukökurnar flyti ofan á síropinu. Við keyrðum aftur til Seattle eftir ferjusiglinguna. Þá áttum við nokkra tíma aflögu þangað til við flugum aftur til LA þannig að við fórum á veitingastað í miðbænum. Góður hamborgari. Frábær borg, Seattle. Mjög langt síðan ég kom þangað síðast en það var þegar við heimsóttum Skarpa þegar hann bjó þar. Tveggja tíma flugið til Burbank gekk svo fínt. Þá var orðið áliðið og við fórum fljótlega að sofa.

Í gær (þriðjudagurinn, Day Thirteen) fórum við Héðinn, Lynnea og Isabel í enn eitt mollið. Hollywood & Highland heitir það og er eins og nafnið bendir til í Hollywood, við Hollywood Boulevard. Þar er einnig Kodak Theatre, þar sem Óskarinn fer fram. Eftir smá búðaráp þar sem ég keypti ekki neitt og gláp á Hollywood skiltið tjékkuðum við Héðinn á stjörnunum í gangstéttinni á Hollywood Boulevard. Hittum kynlega kvisti á leiðinni eins og Spiderman, Gandalf og "næsta 50 cent" (að eigin sögn). Kíktum svo á Hollywood wax museum og Guinnes world record museum sem voru í sannleika sagt svona frekar leim. En jæja. Eftir smá meira búðaráp og ís fórum við heim til Jenny (systur Lynneu). Þar hittum við hinn alræmda fyrrverandi rótara Anthrax, Billy sem fór með Jenny, Lynneu og Skarpa út að borða. Við pössuðum Isabel á meðan með pítsu og vídjóglápi. Þetta er gærdagurinn í hnotskurn.

Úff þetta var langt... nú er ég að drepast í öxlunum. Best að skella sér í pottinn eða eitthvað. Adios amigo.