...c'est magnifique!

laugardagur, september 17, 2005

Harry Potter

Ég hef verið heitur fyrir Harry nokkrum Potter í háa herrans tíð. Þvílík snilld sem þessar bækur eru kemst ég bara ekki yfir. Áhuginn þeytist upp í hæsta veldi þegar ný bók eða mynd kemur út, alveg sama þótt myndirnar séu ekki góðar, ég verð alltaf spenntur.

Það er líka margt leiðinlegra en að skoða mugglenet.com þar sem bókstaflega allt um Harry Potter er að finna. Nýir trailerar eru komnir út fyrir Goblet of Fire sem verður frumsýnd í nóvember. Ef myndin verður eitthvað í líkingu við trailerana verður hún án efa sú besta til þessa.

Svo er alltaf gaman í Harry Potter leik. Við Steinn sessunautur minn í skólanum höfum tekið upp á því undanfarið að leika okkur með alls kyns galdra í tímum. Accio þetta og accio hitt notum við til að gera okkur auðveldara að ná í hluti, Expelliarmus notum við til að þeyta ýmsum áhöldum úr höndunum á fólki, Impedimenta til að stöðva eða hægja á því og Avada Kedavara til að drepa það. Þetta síðasta notum við þó sparlega. Það skemmtilega við þessar galdraþulur er að þær eru næstum hrein latína. Impedimenta er t.d. hindrun á latínu, Expelliarmus þýðir að vísa vopni á brott og pyndingargaldurinn Crucio er einfaldlega latneska sögnin "að kvelja".
Stundum öfundar maður máladeildina. Ætli maður taki ekki bara latínu sem valfag í 6. bekk?