...c'est magnifique!

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Mál!

Ég var að taka til í herberginu mínu í dag og rakst á fullt af skemmtilegu dóti. Meðal annars fann ég handrit af leikþætti sem við í A-bekknum í Holtaskóla settum upp á sínum tíma. Við áttum að nota orðið mál. Hérna er allur þátturinn. Hvílík snilld!

(Árni, Bjarni og Jói sitja við borð. Gísli, Viðar og Valur koma inn og kaupa sér kaffimál á kaffihúsi!)

Árni: "Nú hefst málflutningur!" (færir glösin)

Valur: "Hvað er málið?!"


Bjarni: "Þáttur á Skjá Einum!"

Viðar: "Úúú... bara málglaður."

Gísli: "Hér á sér mikil máldrykkja stað!"

Jói: "Ég hitti Málfríði í gær; hún er víst orðin málari."

Bjarni: (Gísli tekur glasið af honum) "Ég er alveg mállaus!"


Jói: "Mér til málsbóta er hún mjög málug kona!"

Valur: "Ég keypti mér fallegt málverk í gær; það var Málfinnur málari sem málaði það."

Árni: (Bjarni ýtir í glösin svo þau detta) "Þetta er málaflækja!"

Gísli: (við Viðar) "Má ég taka mál af þér?"

Viðar: "Nei, mér er svo mál!"

Bjarni: "Þú ert mjög málstirður í dag, Árni."

Árni: "Það er nú einu sinni málfrelsi!"


Valur: "Ég held það sé komið að málalokum." (lokar glasi)


Hversu snilldarlegt orðagrín er þetta? Þessi leikþáttur markaði upphafið á hinu lítt þekkta svari við spurningunni "Hvað er málið?": "Þáttur á Skjá Einum."


Ég í Orcas Island í Washington
Skarpi svalur og Julian í bakgrunni
Julian og Jenny farsímafíklar

Bless í bili!