...c'est magnifique!

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

China Gunpowder

Afsakið letina í mér. Ég hef ekki bloggað svo lengi að ég verð að krota eitthvað. Þetta er alveg til háborinnar skammar hjá mér miðað við suma, t.d. Hildi. Hún er gersamlega on fire. Alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt á hennar bloggi.

Héðinn hefur síðustu daga verið að reyna að finna upp á nýrri ofurhetju til að vera í grímupartíi sem verður haldið í íbúðinni hans annað kvöld. Ég hef verið að hjálpa honum og er kominn með hugmynd: Simon Super-Cock. Ójá, grípandi og krassandi. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur? Þröngur hvítur galli og rauðar nærbuxur yfir. Svo er það bara uppþvottahanskinn á hausnum og til að kórona þetta er lítill vandi að hafa góða mynd af brjáluðum hana á bringunni. Getur ekki klikkað.

Á morgun er svo langþráð bekkjarpartí/kveðjuhóf Guðjóns. Guðjón er að fara sem skiptinemi til Túnis í Afríku og er því eins gott að við kveðjum hann með stæl. Öðlingurinn Halla heldur gleðina. Það munaði svo bara mjóu að ég kæmist alls ekki. Átti að vera á vakt í sjoppunni annað kvöld en ég náði að skipta vöktum. Talandi um vinnu er ég líka að vinna í Kaffitár í Njarðvík. Nú er ég inni á lager að taka til pantanir og svoleiðis sem er miklu skárra en að loka pokum og merkja. Fojj.

Ótrúlegt hvað nokkur góð lög til að hlusta á í vinnunni geta hresst og komið manni í gott skap. Mæli með að þið hlustið á þessi lög einu sinni í gegn, ég ábyrgist skemmtun:

Portishead - Numb
Portishead - Glory Box
Elliott Smith - Bottle Up and Explode!
Maus - My Favourite Excuse
Air - All I Need
Sigur Rós - Starálfur
David Bowie - Ziggy Stardust
Smashing Pumpkins - 1979

Við eigum nokkrar myndasögubækur sem heita B.C. og ég las í tætlur þegar ég var yngri. Þær fjalla um líf steinaldarmannanna á forsögulegum tíma. Hremmingar þeirra við gerð hjólsins og fleira kostulegt. Hérna er ein ræma: