...c'est magnifique!

þriðjudagur, júlí 26, 2005

We will stay still

Einhvern veginn hafa bíóferðir á síðustu mánuðum ekki verið nógu fulnægjandi. Er það bara ég eða hafa myndirnar sjálfar hrapað í gæðum? Fyrir nokkrum árum fannst mér fátt skemmtilegra en að kíkja í bíó og kom það varla fyrir að ég varð fyrir vonbrigðum. Alltaf gat ég skemmt mér í bíó. En eitthvað hefur breyst. Ég skal viðurkenna að eftir að ég flutti á höfuðborgarsvæðið fyrir ári síðan hafa bíóferðir orðið tíðari en áður. Meira úrval geri ég ráð fyrir en það er annar handleggur. Hef ég mögulega farið svo reglulega að það bitni á afþreyingu myndanna sjálfra? Hefur sjarminn þá bara fjarað út eftir því sem ég fór oftar? Eða hef ég getað dæmt myndirnar að eigin verðleikum eftir að sjarmi bíósins sjálfs hætti að byrgja mér sýn? Hafa myndirnar alltaf verið svona misjafnar en ég bara ekki áttað mig á því?

Svo er það bara verslunarmannahelgin eftir nokkra daga. Ég er sem betur fer svo heppinn að lenda á dagvakt á laugardag og sunnudag svo ég kemst á Innipúkann báða dagana. Get ekki beðið eftir að berja goðin í Blonde Redhead augum. Mér líst líka mjög vel á danska dúettinn Raveonettes. Það verður líka fróðlegt að sjá hversu mikið verður að gera í Snælandi um helgina.

Lag dagsins: Blonde Redhead - Hated Because Of Great Qualities (minnir mig óendanlega mikið á MR á dimmum og köldum vetrarmorgnum)