...c'est magnifique!

sunnudagur, júlí 03, 2005

Msn-samtal

Júnímánuður hefur hlotið þann heiður að vera sá mánuður sem ég hef mest bloggað í frá upphafi þessarar bloggsíðu. Til hamingju, júní.

Tölfræði:

Færslur: 10
Orð: 4700
Orð í ferðasögu: 4050
Myndir: 11
"Og": 198
"Ég": 60
"Á": 139
Júní: Níu og hálf blaðsíða í Word í 12 punkta letri (án mynda).
Ferðasaga: Rúmlega átta blaðsíður í Word í 12 punkta letri (án mynda).

Undarlegt msn-samtal átti sér stað áðan. Einhver Sandra skráði sig inn:

(*:_;Sandra;_:*) says:


Bjarni says:
uu hæ, hver er þetta?

(*:_;Sandra;_:*) says:
sandra ýr

Bjarni says:
ég þekki nú enga Söndru Ýr....?

(*:_;Sandra;_:*) says:
ertu heima hjá þér

(*:_;Sandra;_:*) says:
hvar áttu heima

Bjarni says:
það kemur þér bara ekki við

(*:_;Sandra;_:*) says:
oki

(*:_;Sandra;_:*) says:
hvað ertu gamall

(*:_;Sandra;_:*) says:
??

Bjarni says:
ég held að ég ætti að vera sá sem spyr spurninga

Bjarni says:
hvernig fékkstu netfangið mitt?

(*:_;Sandra;_:*) says:
oki+'

(*:_;Sandra;_:*) says:
hjá strák sem sagði að msnið hanns væri etta

(*:_;Sandra;_:*) says:
á esso móti

(*:_;Sandra;_:*) says:
nu

Bjarni says:
er hann kannski í KR?

(*:_;Sandra;_:*) says:
nei grindavík

Bjarni says:
hvað heitir hann?

(*:_;Sandra;_:*) says:
Bjarni

Bjarni says:
hvað er hann gamall?

(*:_;Sandra;_:*) says:
12

Bjarni says:
jæja, ég er allavega ekki hann. annaðhvort gaf hann þér upp vitlaust netfang eða þú skrifaðir það vitlaust

Bjarni says:
bless

(*:_;Sandra;_:*) says:
bless