...c'est magnifique!

mánudagur, ágúst 01, 2005

Gleð-ipúk-inn

Nú er víst mánudagur, frídagur verslunarmanna. Eða reyndar allra annarra en verslunarmanna. Vinna í kvöld.

Það er búið að vera ofurrólegt í vinnunni um helgina sem er mikil tilbreyting því það er alltaf brjálað að gera. Svo erum við svo mörg að vinna að þetta nær engri átt. Í gær vorum við fimm. Algjört rugl.

Ég fór á Innipúkann í gær. Ég ætlaði að fara á báða dagana en það var uppselt þegar ég fór að kaupa miða á laugardagspúkann. En eins og ég segi þá fór ég í gær. Hitti Hildi og Elísabetu í 10-11 og svo fórum við á Nasa. Og eins og búast mátti við var ég beðinn um skilríki. Argasta vesen. Kom síðan aftur eftir um tuttugu mínútur og komst þá greiðlega inn án þess að vera spurður. Second time's the charm. Ingibjörg og Vaka komust líka inn í annarri tilraun. Sáum eitthvað af Dr. Spock, svo Hjálma, Blonde Redhead, örlítið af Hudson Wayne, Singapore Sling, Raveonettes og svo hina einu sönnu sexy beasts í Trabant.

Blonde Redhead var fyrir mér langbest. Jafnvel bestu tónleikar sem ég hef upplifað. Damn! Þrátt fyrir bara átta laga sett. Þetta voru brilliant valin lög hjá þeim. Við Hildur töluðum um hvaða lög við vildum að þau tækju þegar þau voru að stilla upp (sem tók b.t.w. ógeðslega langan tíma) og nefndi ég Falling Man og hún In Particular og svo Equus. Og viti menn. Fyrstu tvö lögin sem þau tóku voru einmitt Falling Man og In Particular. Svo tóku þau Melody of Certain Three, Anticipation, Maddening Cloud, Pink Love, Equus (ekki endilega í þessari röð) og svo eftir rosaleg fagnaðarlæti kláruðu þau þessa kynngi mögnuðu tónleika með Elephant Woman. Svakalegt.

Singapore Sling voru líka ansi svöl. Alltaf svo skondið og furðulegt að hugsa sér að Bíbí bassaleikari sé dóttir Ásgeirs Árna, íslenskukennara og snillings með meiru.

Raveonettes létu bíða frekar lengi eftir sér og verkir í fótum farnir að segja til sín enda ég búinn að vera meira og minna á fótum frá klukkan tíu um morguninn. Þreyta fór líka að skjóta upp kollinum þrátt fyrir þrefaldan expressó á fastandi maga. Slíkt vesen hvarf samt alveg þegar danski dúettinn spilaði sín bestu lög eins og Love in a Trashcan, My Boyfriend's Back, Ode To L.A. og Little Animal. Góður texti í Little Animal:

My girl is a little animal
She always wants to fuck
I can´t find the reason why
I guess it´s just my luck

So at night when she´s sound asleep
I head out in the rain to meet

All the things she never gave
To me when I was down
All the things I had to find
With strangers in strange towns

But at night when she´s curled up next to me
I head out for the devil to meet

Þá var komið að Trabant. Ætli hún sé ekki bara besta ballhljómsveitin á Íslandi í dag? Hressir dúddar. Tóku bestu lögin og gerðu það vel.

Eyjar oj! Innipúkinn vei!

Þangað til næst, bless!