...c'est magnifique!

föstudagur, október 14, 2005

Lalala ... til Mexíkó!

Vá hvað árshátið Skólafélagsins í gær var geeeðveik. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið skemmtilegasta ballið síðan ég byrjaði í MR. Dem. Gott, maður.
Svona var þetta: Morgunpartí hjá Maríu -> Keila -> Heim í sturtu og klæða sig -> Árshátíðarmatur á Broadway og skemmtiatriði (Þorsteinn "fokking" Guðmundsson kynnti) -> Heim til Alla að drepa tímann þangað til að fyrirpartíið byrjaði (enduðum á að spila við mömmu hans) -> Fyrirpartí hjá Arnari (massastuð og gleði) -> Strætóferð á ballið (aldrei hefur verið jafnskemmtilegt í strætó) -> Ball á Broadway með Milljónamæringunum og góður sambafílingur myndaðist (Raggi Bjarna leit svo við og tók nokkur lög) = gleði, gleði og engin ógleði.

Litli sólargeislinn hún Vaka klukkaði mig. Og ég held að það feli í sér að ég á að koma með fimm staðreyndir um sjálfan mig. Þið megið hins vegar meta hvort þær séu tilgangslausar eður ei. Njótið.


1. Ég er duttlungafullur og var viðurstyggilega duttlungafullur fyrir nokkrum árum. T.d. þurfa hlutirnir á náttborðinu mínu helst að vera á ákveðnum stað á því. Fjarstýringarnar láréttar fremst á borðinu, útvarpsvekjaraklukkan í miðjunni, úrið á ská í fremra hægra horninu og gleraugun lóðrétt hægra megin við klukkuna.

2. Mér finnst óþægilegt ef það er mikið drasl í herberginu mínu og t.d. ef það er mikið af blöðum á matarborðinu þá þarf ég að taka þau saman til þess að koma í veg fyrir pirring.
 
3. Litluputtarnir mínir eru skakkir.

4. Augun mín eru ekki eins á litinn og ég er með brúnan blett í því vinstra sem stefnir á yfirráð yfir því.
5. Ég er næstum heyrnarlaus á vinstra eyra.


Já, þar hafiði það. Ég hef greinilega margt óhreint í pokahorninu.

Öppdeit: Átti víst að klukka fimm aðrar manneskjur. Ég klukka því Héðin, Sigtrygg, Elísabetu, Ragnheiði og Valborgu.