...c'est magnifique!

laugardagur, október 08, 2005

MR - best í heimi!

Ójá, gott fólk. MR marði fram sigur gegn erkióvininum verzló á MR-ví deginum í gær. Við unnum flestar þrautirnar í Hljómskálagarðinum um daginn og einnig sjálfa ræðukeppnina sem fram fór í verzlunarskólanum. Ég er ekki frá því að margur Mr-ingurinn hafi fengið snert af víðáttufælni inni í þessu gímaldi. En já, umræðuefnið var vopnaður friður og mælti MR á móti. Jón Eðvald fór gersamlega á kostum og líkti meðal annars yfirvofandi atómbombuárás við yfirvofandi prump. Sjíett það var fyndið. Hins vegar var hann ekki kosinn ræðumaður kvöldsins en einhver verslingurinn hlaut þann heiður.

Eftir þennan sæta, sæta sigur var haldið á tebó. En nei, eitthvað bull í þessu fólki sem hélt þetta, engin skipulagning á þessu og gleðihaldarar ljúgandi upp í ermina á sér hvað eftir annað að staðurinn væri fullur og að aðeins MR-ingar kæmust inn. Svo var þetta sama fólk að hleypa greinilegum ó-Mr-ingum og vinum sínum inn, troðandi þeim í gegnum MR-mannþröngina sem beið fyrir utan hurðina. Að lokum nenntum við þessu ekki og fórum.

Næsta vika er svo árshátíðarvika Skólafélagsins sem verður án efa mö-högnuð. Frí verður svo á fimmtudag og föstudag vegna árshátíðarinnar sjálfrar sem verður á fimmtudaginn. Ef þetta verður eitthvað í líkingu við það sem var í fyrra verður þetta mændblóing og breþteiking og þar fram eftir götunum. Á fimmtudaginn er held ég planið að fara í morgunpartí til hennar Maríu, svo eitthvað villt keiludjamm. Eða eins villt og það getur orðið. Er ekki alveg viss á öllum díteilunum. Eða fyrirgefið, ég meinti smáatriðunum. Talandi um svona málnauðgun, hvað í andskotanum er málið með "Íslenska bachelorinn"? Af hverju bachelor?! Á þetta að vera töff? Þetta er nú ofarlega á hallólistanum mínum verð ég að segja.

Ég verð að deila með ykkur einum sjoppugullmola sem átti sér stað fyrir frekar löngu siðan en rifjaðist upp fyrir mér um daginn. Þannig var mál með vexti að tvær stelpur voru við afgreiðsluborðið og það var verið að afgreiða aðra þeirra. Ég spyr hina hvort þær séu saman (eins og maður gerir við þessar aðstæður) og þá fara þær að flissa og segja já og spyrja svo hvort ég vilji vita eitthvað fleira um þeirra einkamál. Ég hefði náttúrulega átt að spyrja þær hvort þær vildu kjöt í þá samloku en það hefði kannski verið óviðegandi.

Að lokum, kíkið á þetta.

Lag dagsins: Do You Believe in Love með Huey Lewis and the News