...c'est magnifique!

miðvikudagur, desember 21, 2005

Joyeux Noël

Í gær eftir einkunnaafhendingu gerðist ég jólalegur. Ég kom heim að tómu húsi, allir voru í vinnu. Ég kveikti á seríunum á jólatrénu, setti þægilega tónlist á fóninn (þó ekki jólalög), skellti á mig jólasveinahúfu og pakkaði inn gjöfum. Ég komst m.a. að því að ég er innpökkunarlega fjölfatlaður en eftir langa törn tókst mér ætlunarverkið. Pakkarnir urðu svolítið einhæfir og einfaldir en vonandi eilítið sætir og smekklegir.

Ég held að jólastemmningin hafi fyrst opinberað sig hjá mér í Dómkirkjunni í gær (að fara þangað fyrir skólaslit og skólasetningar er hefð í MR). Skólakórinn stóð sig frábærlega að venju og söng þessi kirkjujólalög sem minna mann á að jólin eiga að vera tími friðar en ekki asar og þá vaknaði jólabarnið inni í mér fyrir alvöru.

Þó svo að það fari ekki mikið fyrir kristninni hjá mér er þetta með fallegri lögum sem ég hef heyrt:

Ó, helga nótt

Ó helga nótt, þín stjarna blikar blíða,

Þá barnið Jesús fæddist hér á jörð.

Í dauða myrkrum daprar þjóðir stríða,

uns Drottinn birtist sinni barna hjörð.

Nú glæstar vonir gleðja hrjáðar þjóðir

því Guðlegt ljós af háum himni skín.

Föllum á kné, nú fagna himins englar.

Frá barnsins jötu blessun streymir,

blítt og hljótt til þín.

Ó helga nótt, ó heilaga nótt.

Vort trúar ljós, það veginn okkur vísi,

hjá vöggu Hans við stöndum hræð og klökk

Og kyrrlát stjarna kvöldsins öllum lýsi,

er koma vilja hér í bæn og þökk.

Nú konungurinn Kristur Drottinn fæddist

hann kallar oss í bróður bæn til sín.

Föllum á kné, nú fagna himins englar,

hjá lágum stalli lífsins kyndill,

ljóma, fagurt skín.

Ó helga nótt, Ó heilaga nótt.

Sigurður Björnsson


Það er reyndar meira að gerast en bara jólastúss. Á föstudaginn er bóklega ökuprófið og ef það gengur vel tek ég væntanlega það verklega í næstu viku. Þá verður hið langþráða bílpróf að veruleika, loksins.

Með jólakveðju,
Bjarni Þorsteinsson