...c'est magnifique!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

It's a lie to serve the truth

Nú er komið að hinu mánaðarlega bloggi. Hæst ber að nefna:
Glæsilegt gengi félaga í kosningum en ekki í Músíktilraunum þrátt fyrir stórkostlega frammistöðu, óendanlega sætan MORFÍS-sigur, veikindi og sjittlód af prófum. (Djöfull er ég að segja gamlar fréttir en einhvers staðar verður þetta að koma fram).
Grímuball 4. apríl þar sem sem ég klæddi mig sem "Ace Ventura þegar hann fór á geðveikrahælið". Ballið var á Nasa, fyrirpartíið hjá Arnari. Drullustuð alveg.
Svo föstudaginn eftir það var bústaðarferð á Snorrastaði með bekknum. Afskaplega fín ferð það og markaði upphaf páskafrísins.
Páskafríið byrjaði rólega. Svefn, Friends-þættir, furðulegt sund og tvær vaktir djömpstörtuðu því. Það var hins vegar bara upphitun fyrir aðalviðburð frísins; bústaðarferð á Ólafsfjörð.
Valborg bauð okkur Alexander, Erlingi og Jóni Andra að slást í för með henni, Birki, Helga og Hildi Örnu þar nyrðra. Þau fjögur lögðu af stað á fimmtudagsmorguninn og við fjórir ákváðum að skella okkur morguninn eftir. Eftir að hafa pikkað a/Alla upp hófst þessi 429 kílómetra leið norður fyrir á lítilli Toyota Corollu troðfullri af farangri. Við hittum svo hina ferðalangana á Greifanum á Akureyri eftir fremur stuttan ferðatíma og fengum okkur mjólkurhristing að hætti Ragnars skjálfta. Þá fórum við til Dalvíkur þar sem sumir fóru aðeins á snjóbretti. Þaðan fórum við loks til Ólafsfjarðar í gegnum hin mjög svo forvitnilegu einbreiðu Múlagöng. Á Ólafsfirði er mikið af vélsleðum. Við sáum þar fleiri vélsleða en fólk og bíla. Athyglisvert í meira lagi. Komum okkur átta fyrir í fjögurra manna bústaðnum; spiluðum billjard, pílu og horfðum á stórt sjónvarp á hótelinu; borðuðum hamborgara þar; hittum hinn hressa og afbrigðilega hótelstjóra Frímann; fórum í bústaðinn og hófum svallið m.a. í heita pottinum góða og djúpa snjónum allt um kring.
Á laugardaginn eftir morgunmat fórum við svo aftur í brekkurnar á Dalvík. Við Erlingur leigðum okkur skíði og hófum gleðina. Þá vildi svo ekki betur til en að ég flaug á hausinn á leiðinni niður, allt gott og blessað með það, enginn skaði skeður, nema hvað að sekúndubroti eftir veltuna mína, þegar ég er í þann mund að líta upp, flýgur annað skíðið mitt beint í andlitið á mér með þeim afleiðingum að stór skurður opnast á nefinu á mér. Skíðið gat ákveðið að lenda hvar sem var en auðvitað þurfti það að fara í andlitið á mér. Og jújú, undir eins byrjaði að fossblæða og snjórinn orðinn svona líka fallega rauður á dágóðu svæði. Djö... djöst mæ lökk, einu sinni sem oftar. Ég þurfti sem sagt að labba niður brekkuna með hanskann minn upp við skurðinn, gjörsamlega löðrandi í blóði. Í skálanum setti einhver kona, hjúkrunarfræðingur (I can only assume), á mig klemmuplástur til að loka sárinu. Þetta fór sem sagt betur en á horfðist.
Um kvöldið þegar allir voru orðnir hreinir og fínir og hungrið tók að sverfa að keyrðum við um Ólafsfjörð og fundum það sem við höldum að sé eini veitingastaður þeirrar húsaþyrpingar. Hét hann Höllin og var bara mjög kósí. Þar var kall að blasta Live 8 tónleikum á DVD á stærðar flatskjá og heimabíói. Það var reyndar mjög fínt yfir matnum og kallinn var að fílaða. Það var náttúrlega enginn þarna inni nema við átta og kallinn (sem sagði í símann við félaga sinn að staðurinn væri að fyllast af einhverjum Reykvíkingum) og stelpan (sem brá mjög mikið þegar við komum inn, hún átti sko ekki von á öðrum eins fjölda) og konan (sem bakaði handa okkur fínar pítsur) og einhver annar kall (sem kom seinna og horfði á tónleikana með hinum kallinum). Eftir matinn fórum við bara aftur í bústaðinn þar sem svallið hélt áfram frá kvöldinu áður, þó aðeins hófstilltara og þó...
Um hádegisbilið á sunnudaginn héldum við svo heim og fórum í svakalega bílaleiki til að stytta okkur stundir. Í bænum þegar ég var búinn að skutla öllum til síns heima hélt ég upp í Þrastarskóg í yndislegan páskamat með fjölskyldunni.
Gærdagurinn fór svo í nákvæmlega ekki neitt nema svefn og leti.
Nú er síðasti dagur páskafrísins og ég hef ekki opnað bók. Það er samt allt í lagi, er það ekki?