...c'est magnifique!

mánudagur, júní 12, 2006

Ekkert partí án Davids

Hæ!

Nú er sumarið byrjað með tilheyrandi vinnu, gleði og birtu. Ég er að vinna á lagernum hjá Olís og líkar vel. Karlrembuveldi og groddalegt andrúmsloft. Engin ástæða til að vera snyrtilegur og kurteis; allt slíkt er fokið út í veður og vind; dreift tvist og bast meðal tölvufræðikunnáttunnar í hafi gleymsku og vanrækslu.

Nú langar mig bara að skemmta mér í sumar. Gera helst eitthvað nýtt og spennandi um hverja helgi og njóta lífsins þó allar líkur séu á því að það verði ekki í útlöndum. Talandi um það. Það eru allir úti eða að fara út bráðum. Frakkland líka ekkert smá vinsælt. Liggur við að maður þurfi að kaupa sér frönskukennsluspólur í sumar til að dragast ekki aftur úr frönskunni í haust.

Hvað er svo málið með helvítis Framsókn? Borgin, ríkisstjórnin. Svo þessi nýja stjórn Geirs. Er ekki allt í lagi? Deginum ljósara að lýðurinn er hættur að ráða.

Hver vill halda partí um næstu helgi?