...c'est magnifique!

sunnudagur, september 25, 2005

Eins árs

'Sup. Í fyrradag átti þessi bloggsíða ársafmæli. They grow up so fast, don't they? Hún er aðeins farin að skríða þannig að ég tjóðraði hana við staur.

Þessi vinnuhelgi hefur verið bara ágæt. Maður er alltaf að kynnast nýju og nýju fólki, þ.e.a.s. nýjum starfsmönnum. Ég er orðinn alveg hokinn af reynslu þarna, fáir búnir að vinna lengur og ég byrjaði í júlí. Alltaf gaman þegar fólk sem ég þekki kemur í sjoppuna. Hildur og Elísabet fengu að kynnast Snæland Spes hjá mér í dag. Það er hálfslítra ísbox og kúnninn ræður hvað fer þar ofaní, hversu mikill ís, sósur og nammi. Mæli sterklega með því, góð kaup. Fáið ykkur svoleiðis næst þegar þið leggið leið ykkar í Snæland Video á Staðarbergi í Hafnarfirði.

Haha. Ég fór á myndina The Cave í gær. Þvílík vitleysa. Þó alls ekki leiðinleg vitleysa en með mjög sterkum b-myndablæ.

Kvikmynd dagsins: Waking Ned með hinum yndislega David Kelly. Rent it!
Lag dagsins: Mars Volta - Eria Tarka af De-loused in the Comatorium.

Og óskiði svo síðunni minni til hamingju með áfangann!

laugardagur, september 17, 2005

Harry Potter

Ég hef verið heitur fyrir Harry nokkrum Potter í háa herrans tíð. Þvílík snilld sem þessar bækur eru kemst ég bara ekki yfir. Áhuginn þeytist upp í hæsta veldi þegar ný bók eða mynd kemur út, alveg sama þótt myndirnar séu ekki góðar, ég verð alltaf spenntur.

Það er líka margt leiðinlegra en að skoða mugglenet.com þar sem bókstaflega allt um Harry Potter er að finna. Nýir trailerar eru komnir út fyrir Goblet of Fire sem verður frumsýnd í nóvember. Ef myndin verður eitthvað í líkingu við trailerana verður hún án efa sú besta til þessa.

Svo er alltaf gaman í Harry Potter leik. Við Steinn sessunautur minn í skólanum höfum tekið upp á því undanfarið að leika okkur með alls kyns galdra í tímum. Accio þetta og accio hitt notum við til að gera okkur auðveldara að ná í hluti, Expelliarmus notum við til að þeyta ýmsum áhöldum úr höndunum á fólki, Impedimenta til að stöðva eða hægja á því og Avada Kedavara til að drepa það. Þetta síðasta notum við þó sparlega. Það skemmtilega við þessar galdraþulur er að þær eru næstum hrein latína. Impedimenta er t.d. hindrun á latínu, Expelliarmus þýðir að vísa vopni á brott og pyndingargaldurinn Crucio er einfaldlega latneska sögnin "að kvelja".
Stundum öfundar maður máladeildina. Ætli maður taki ekki bara latínu sem valfag í 6. bekk?

mánudagur, september 05, 2005

Gjugg í borg

Ég man þá tíð þegar mánudagar voru óþolandi. Ný skólavika að byrja, leiðinlegir tímar og annars konar leiðindi. (Minnir mig á þessa þarna glötuðu Cilit Bang auglýsingu: "Ert þú orðinn þreytur á [telur upp fituvandamál] eða annars konar fituvandamálum?" Eins og maður sé þreyttur á hinum svokölluðu "annars konar fituvandamálum" æi, þetta meikaði sens í hausnum á mér, fokkitt). En nú eru breyttir tímar, kæri vinur. Á mánudögum eru nefnilega fínustu tímar í skólanum. M.a. tvöfaldur tölvutími sem étur í sig tímann og hraðar deginum um heilan helling, EKKI tvöfaldur stærðfræðitími og EKKI danska. Svo eru tveir aðalþættirnir í sjónvarpinu á mánudagskvöldum eða sem sagt O.C. og Lost. (Elísabet, farðu að horfa á sjónvarpið). Er hægt að fara fram á mikið meira?

Eins og mér ber skylda til verð ég að fara nokkrum orðum um nýafstaðna Ljósanótt. Here we go. Of mikil drykkja hjá fólki of langt undir lögaldri, of mikil drykkja hjá sumum nálægt lögaldri og of erfitt að bera dauðadrukkinn mann sem er nógu nálægt lögaldri til að vita betur tvo kílómetra heim til sín. Þetta var allt of.
Hins vegar var mjög (ekki of) gaman að hitta margt gott fólk sem maður hefur ekki talað almennilega við í of (já, of) langan tíma. Kalli Garðbúi og MR-félagi átti fyndið komment þegar hann var að tala um hið krefjandi nám í MR:
"Þegar fólk er að fara út á lífið að skemmta sér og ég þarf að vera heima að læra segi ég bara við þetta fólk: Í framtíðinni þegar ég sit sötrandi martini á snekkjunni minni þá skal ég bara vinka ykkur, þá skal ég bara vinka ykkur." -Snillingur.

Brandari:

An elderly man walks into a confessional. The following conversation ensues: "I am 92 years old, have a wonderful wife of 70 years, many children, grandchildren, and great grandchildren. Yesterday, I picked up two college girls, hitchhiking. We went to a motel, where I had sex
with each of them three times." Priest: "Are you sorry for your sins?" Man: "What sins?" Priest: "What kind of a Catholic are you?" Man: "I'm Jewish." Priest: "Why are you telling me all this?" Man: "I'm telling everybody."

Bjarni Þorsteinsson kveður að sinni og fer að læra undir stærðfræðipróf.