...c'est magnifique!

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Fiðringr

Hæ þið.
Seint, já, en ég vil þakka öllum sem mættu í ammælið um síðustu helgi og gerðu laugardagskvöldið alveg yndislegt. Mikil eftirspurn hefur verið eftir myndum úr teitinu og hef ég loksins orðið við því að setja þær á netið (eftir mikinn hausverk...).
Hér eru þær. Afar skemmtilegar myndir.



mánudagur, nóvember 13, 2006

Jagshemash

Bloggeddíbloggblogg.

Það er ekkert smá tímafrekt að finna partítónlist á netinu. Fyrst þarf maður að kíkja á dót eins og iTunes Music Store og Radio Blog Club og gera lista yfir lög sem gott væri að niðurhala. Síðan byrja leiðindin... að finna þessi lög. Og til þess að finna lögin þarf að finna forrit til þess. Allavega.

Það er svo langt síðan ég bloggaði. Í millitíðinni er ég loks kominn með mína eigin tölvu. PowerMac G5 meira að segja. Svo er ég líka búinn að kaupa mér myndavél, Canon 400D. Og allt á kostakjörum auðvitað.

Heilt ball búið að fara fram síðan ég skrifaði síðast. Árshátíð Skólafélagsins. Fyrirpartí hjá Arnari. Góð stemmning.
Svo hafa frekar misheppnuð tebó líka verið haldin. Ekki sáttur við stjórnina í þeim efnum. 18+, 18+ eða ekkert áfengi, og svoleiðis bull sem brýtur gjörsamlega í bága við allt það sem MR stendur fyrir. Eða ætti að standa fyrir.

Mýrin á föstudaginn. Góð. Borat þar áður. Fokkin hilaríus!
Gleði hjá Höllu og salsa á Kúl-túrunni á laugardaginn. Hresst.

Elton John er hetjan mín. Tiny Dancer og Rocket Man. Er hægt að biðja um meira? Kannski maður spili hann aðeins á laugardaginn.

Sem minnir mig á það! Ég verð fokkin átján á laugardaginn! 18 18. nóvember. Þá verður ekkert gefið eftir í gleðinni.

En ókei. Hvað þýðir það að verða átján? Ógeðslega óld spurning eitthvað. Sérstaklega fyrir fólk eins og Elísabetu sem hefur verið sjálfráða í næstum ár. Sem er heil eilífð en samt alls ekki.
Þó að það breytist ekki neitt alveg á stundinni þýðir það samt að maður þarf að spá í framtíðinni. Það er ekki, þó að það sé óendanlega sorglegt að hugsa til þess, mjög mikið eftir af MR. Að minnsta kosti ef maður hugsar til þess hvað tíminn hefur liðið fáránlega hratt þessi rúmlega tvö ár. Þessi ár hafa verið skemmtilegri, og erfiðari, en öll grunnskólaárin til samans. Hvernig á maður svo að geta fundið jafnskemmtilegt framhald og MR þegar það er um svo margt að velja og maður veit varla hvað maður vill?

Til þess að reyna að átta mig á því, fór ég (og Daði og Elísabet) á kynningu í Listaháskólanum á laugardaginn að kíkja á arkitektúrdeildina. Listin... ó listin... Þetta var hálfsúrrealískt allt saman. Svolítið eins og venjulegar reglur giltu ekki. Þannig er inntökuskilyrði jú stúdentspróf en samt ekki. Einkunnirnar skipta nær engu máli. Það sem máli skiptir til þess að komast inn er að láta flotta "möppu" fylgja með umsókninni. Mappan er innan gæsalappa vegna þess að hún þarf svo sem ekkert að vera mappa heldur bara eitthvað sem sýnir fram á að þú sért afar artí týpa. Hún á að sýna að þú sért "listalega" þenkjandi og fjölhæf manneskja; kunnir að taka myndir af brunnum svömpum, voða artí en samt voða voða merkingarsnautt. Fyrst fannst mér þetta alveg sniðugt. Já, ég bara mála, teikna og smíða, tek svo myndir af því öllu, prenta á fínan pappír og bind allt saman í bók. Svo fór ég að hugsa hvað það er kjánalegt og tilgangslaust. Á list ekki að segja manni eitthvað? Fá mann til að hugsa? Æ... hraun og litlir pýramídar framan á umsóknarmöppu segir mér ekki neitt.
Er arkitektúr í úlöndum kannski málið?

Chenqui.