...c'est magnifique!

laugardagur, nóvember 27, 2004

Útskýring

Eflaust hafa einhverjir velt fyrir sér nafngift síðunnar. Orðið "betterblack" er myndað úr nöfnum tveggja meistaraverka eftir Pearl Jam, bestu hljómsveit sem var, er og mun nokkurn tíma verða til. Bæði lögin eru átakanleg og þá sérstaklega Black sem ég leyfi mér að fullyrða að sé sorglegasta lag allra tíma.



Better Man

Waitin', watchin' the clock, it's four o'clock, it's got to stop
Tell him, take no more, she practices her speech
As he opens the door, she rolls over
Pretends to sleep as he looks her over


She lies and says she's in love with him
Can't find a better man
She dreams in color, she dreams in red
Can't find a better man

Talkin' to herself, there's no one else who needs to know
She tells herself

Memories back when she was bold and strong
And waiting for the world to come along
Swears she'd do it, now she swears he's gone
She lies and says she's in love with him
Can't find a better man
She dreams in color, she dreams in red
Can't find a better man
She lies and says she still loves him
Can't find a better man
She dreams in color, she dreams in red
Can't find a better man

She loved him
She don't want to leave this way
She feeds him
That's why she'll be back again
Can't find a better man



Black

Hey...oooh...
Sheets of empty canvas, untouched sheets of clay
Were laid spread out before me as her body once did.
All five horizons revolved around her soul
As the earth to the sun
Now the air I tasted and breathed has taken a turn
Ooh, and all I taught her was everything
Ooh, I know she gave me all that she wore
And now my bitter hands chafe beneath the clouds
Of what was everything?
Oh, the pictures have all been washed in black, tattooed everything...

I take a walk outside
I'm surrounded by some kids at play
I can feel their laughter, so why do I sear
Oh, and twisted thoughts that spin round my head
I'm spinning, oh, I'm spinning
How quick the sun can, drop away
And now my bitter hands cradle broken glass
Of what was everything?
All the pictures have all been washed in black, tattooed everything...
All the love gone bad turned my world to black
Tattooed all I see, all that I am, all I'll ever be...yeah...

Uh huh...uh huh...ooh...
I know someday you'll have a beautiful life, I know you'll be a sun
In somebody else's sky, but why
Why, why can't it be, why can't it be mine


sunnudagur, nóvember 21, 2004

Bannað

Ég varð 16 ára í síðustu viku og hef verið að spá í því hvað ég má og má ekki. Ég hef komist að því að það er rosalegt ósamræmi á því sem er bannað.
Ég má sjá ALLAR kvikmyndir. Sama þótt það sé hryllingsmynd af skelfilegustu gerð þar sem fólk er hakkað niður i smábita og síðan étið eða það sé grófasta klámmynd þar sem fólk er... ehmm, förum ekki nánar út í það. Ég má allavega sjá allt heila klabbið. Það er hins vegar eitt sem ég ekki má gera. Ég má ekki spila tölvuleikinn "Leisure Suit Larry". Hann er bannaður innan 18 og fjallar um partífuglinn Larry sem drekkur, djammar og veður í kvenfólki. Ég má sem sagt ekki sjá tölvuteiknuð brjóst.
Sjáiði þessar samræður fyrir ykkur?:
"Ertu að segja satt, Margrét? Var hann Benni okkar að horfa á hardkor klámmynd í gær?"
"Já, en það er allt í lagi, hún var leikin."

Sjúkt.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Durex drepur

Já, góðir lesendur, sjónin er ekki að bregðast ykkur. Durex er að drepa okkur. Í bókstaflegri merkingu.

Það var í félagsfræðitímanum síðasta sem þessi merka uppgötvun var gerð. Allir störðu hálfsofandi á tilbreytingarlaust tjaldið sem var mettað af missniðugum félagsfræðihugtökum. Norðanvindurinn hvein og starrinn barðist hetjulega móti æðandi loftstraumnum. Casa Christi nötraði. Inni í stofunni tók umræðuefnið óvænta stefnu. Kennarinn vakti athygli á íbúafjölda og aukningu hans.

Íslendingar hafa verið iðnir í barnagerðinni, svo iðnir að félagsfræðingar á alþjóðavettvangi trúa ekki tölfræðinni. Á miðjum níunda áratugnum var meðalfjöldi barna á æviskeiði einnar íslenskrar konu 2,5. Það voru góðir tímar. Fólksfjölgun í landinu stuðlaði að velmegun í öllum kimum þjóðfélagsins. Foreldrar lýðveldisins hugsuðu sér gott til glóðarinnar og eygðu fagra framtíðardrauma, fulla af afkvæmum til að sjá fyrir sér í ellinni. Aukin barnafjöldi krafðist betri uppeldisskilyrða. Víða um land hófu að rísa betri skólar og gjörvalt samfélagið varð hlýrra og barnvænna. Börn þeirra tíma uxu úr grasi við ást og góða umönnun og urðu fyrirmyndarborgarar. Ríkið sá fram á bjartari tíma. Aukin fólksfjölgun hélst í hendur við auknar tekjur ríksins. Óspilltar ríkisreknar stofnanir litu dagsins ljós og reglubundnar greiðslur til skólanna urðu sjálfsagður hlutur. Í stuttu máli sagt: Ísland blómstraði.

Svo kom Durex.

Yfirdrifinn hræðsluáróður gegn kynsjúkdómum og kynsvalli skaut upp kollinum um land allt eins og engisprettufaraldur (oftar en ekki á vegum sjálfs getnaðarvarnafyrirtækisins). Viðhorf manna til kynlífsins breyttist á einu augnabliki. Þeir sem ekki keyptu rándýra smokka eða aðrar getnaðarvarnir voru álitnir saurlífsseggir og litnir hornauga í hinu nýja "siðmenntaða" þjóðfélagi. Auðtrúa almúginn neyddist til að setja upp Durex í stórum stíl. Meðaltal barna á hverja konu snarlækkaði. Í dag er fóksfjölgun lítil. Þjóðarbúið fór að tapa peningum. Það reyndi að rétta hlut sinn og einkavæðing hófst. Auðugir forstjórar blindaðir af græðgi hrifsuðu til sín völdin og áttu í samkeppni við aðra sams konar einstaklinga. Spilling tók völdin. Lítil fyrirtæki áttu ekki möguleika gegn risasamsteypunum og steyptust í bullandi gjaldþrot. Ríkið hélt áfram að tapa og traðkaði því á menntunarréttindum þeirra fáu barna sem eftir voru til að spara. Í stuttu máli sagt: Íslandi hrörnaði.

Allt þetta volæði á rætur sínar að rekja til Durex. Durex drepur. Ef manninum hefði verið ætlað að hafa plastslíður á getnaðarlimnum, svo að getnaður eða bara hvað sem er ætti sér ekki stað, hefði hann þróast þannig.

Svo ég segi bara eins og Valur, gamli bekkjarfélagi minn: "Who are we to mess with nature?"

Rétt er að taka fram að þessi pistill er ekki byggður á föstum grunni staðreynda heldur er þetta (næstum) tómt rugl. Þetta efni var heldur ekki til umræðu í félagsfræðitíma nema að mjög litlum hluta.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Hitt og þetta

Rosalega er mikið að gera hjá mér. Einhver ógurleg prófahryna er komin í gang og menn sjá ekki fyrir endann á henni. Það gerist þó eitt og annað mitt í öngþveitinu sem skapar oft á tíðum bara ennþá meiri ringulreið. Það er þá stundum velkomin ringulreið sem fær mann til að slaka aðeins á í öngþveitinu og sjá hlutina í öðru og yfirvegaðra ljósi. Þetta gerði ræðukeppnin Sólbjartur í vikunni sem er brátt að líða undir lok. Setning þessi er vafasöm í meira lagi, tilvísunarfornafnið "sem" á við vikuna, ekki Sólbjart.

Ræðuliðið 3.B 1 (a.k.a. þrjú beitt [orðaglens]) er skipað:

Hildi Kristínu, frummælanda
Bjarna, meðmælanda (mér, fyrir ykkur hellisbúana)
Höllu Þórlaugu, stuðningsmanni
og Elísabetu Hugrúnu, liðsstjóra

Við unnum slakt lið 3.C 2 í fyrstu umferð og stefnum á sigur í þeirri næstu, eftir jól. Aðalskemmtunin við þessa keppni var eiginlega bara þegar við "Get together, do whatever" eða sömdum ræður í góðu gríni. Talandi um þessa ensku þarna, mér finnst þessi Nokia auglýsing sérkennileg en í senn mjög skemmtileg.

Æ, ég veit ekki hvað ég sagt meira get. Ljúka þessu ætli ekki ég bara.

And if we can't fulfill even the most basic of needs,
how will we ever be happy?

-Þetta eru svo sannarlega orð að sönnu.