...c'est magnifique!

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Þriðjudagur

Halló. Nú er svo komið að mamma og pabbi eru að fara til útlanda. Á laugardaginn. Í tvær vikur. Þau fara til Kalíforníu vegna vinnunnar hjá pabba og mamma fer með m.a. til að hitta bróður sinn sem er nýfluttur í einhverja glæsivillu þarna sunnarlega í fylkinu. Sem þýðir ósköp einfaldlega að við Ingibjörg verðum ein heima í tvær vikur. Sem þýðir að það verður non-stop partí heima hjá okkur sem nemur þeim tíma. Og þér er boðið.
Í þessar tvær vikur verður einnig spilaður Survivor, þar sem keppendur þurfa að sjá sér hjálparlaust fyrir fæðu og vakna á réttum tíma. Keppnin fer fram í hlíðum lægsta fjalls Íslands, Ásfjalls, og eru keppendur algerlega einir á báti. Næstu ættmenni eru ekki að finna innan 40 km radíuss. Keppendur: Bjarni og Ingibjörg. Bjarni sér fram á þyngdartap, óhrein föt og spekúlerar hversu lengi líkaminn þolir ristað brauð. Þegar kornmeti dugar ekki lengur hyggst hann ræna Fjólu.

Example

Svo ég hætti öllu rugli þá hefur ekki mikið merkilegt gerst undanfarna daga. Eins og venjulega er nóg að gera í skólanum sem er bara fínt. Að vísu var afmælisgleði hjá Höllu á föstudaginn sem var bara helvíti ágætt. Þar var allavega einhver vinur hennar sem var mjög fyndinn, og hann var verslingur! Jahá. Hann var að tala um það hversu gagnslaus stærðfræði er og kom með ýmis dæmi um það. "Já, góðan daginn. Ég held ég fái bara hjá þér eitt Twix í öðru veldi snið kvaðratrótina af samanlögðu lausnarmengi kóks í dós". Þetta var allavega fyndið þá. Allir í kasti yfir þessu. Svo fór ég að hugsa um hvernig hann mundi höndla háskólaumsóknarviðtalið sitt. Kannski einhvern veginn svona:

Prófessor: "Heyrðu, bíddu nú við. Það lítur út fyrir að stærðfræðiáfangarnir þínir séu týndir..."

verslingur: "Nei, ég tók enga stærðfræði."

Prófessor: "Ha? Hvað meinarðu? Tókstu ekki stærðfræði?"

verslingur: "Neibbs. Hún er óþarfi."

Prófessor: "Þú kemst ekkert hér inn nema að vera búinn að taka stærðfræðina."

verslingur: "Neinei, blessaður vertu. Þetta er svo mikið bull og vitleya, algerlega óþörf steypa. Ég meina... segjum að þú farir út í búð... ókei? Og þú þarna... spyrð náttúrulega ekkert um þversummuna af Maruud snakki og Fanta... og... og afgreiðslumaðurinn gefur ekkert upp verðið í brotabrotum! Það er náttúrulega bara rugl!"

Prófessor: "Heyrðu já... Þetta er bara alveg rétt maður! Sjitt... stærðfræði? Hver þarf eiginlega stærðfræði? Ha-ha! Þetta er nú meiri bölvaða vitleysan! Úhú! Ha-ha! Hehe, drífðu þig bara strax inn í tíma!"

verslingur: "Í alvöru?"

Prófessor: "Nei."

Svo fór ég á Constantine á laugardaginn. Alveg heví heitt í salnum enda troðfullur. Mér fannst myndin bara helvíti skemmtileg. Endilega kíkið á hana.

Þangað til næst...

mánudagur, febrúar 07, 2005

Líður að árshátíð

Sæl veriði. Eru ekki allir hressir og vel gyrtir og allt það? Jújú, gott að heyra, gott að heyra.
Færslunum mínum hefur fækkað svo ógurlega upp á síðkastið að ég held að öll umferð á þessa síðu sé meira og minna úr sögunni. Eða er það kannski bara fínt? Nú get ég sagt klúr orð með hreinni samvisku, vitandi að ég einn muni hneykslast á þeim.

Árshátíðarvikan er gengin í garð. Framtíðin lofar gleðilegri viku. Casa var líka opnuð í dag. Og skítur á priki. Ég hef aldrei séð annað eins. Hún hefur verið skreytt hátt og lágt í anda Bandaríkjanna í tilefni árshátíðarinnar. Þemað er s.s. Bandaríkin og innihélt Casa m.a. McDonalds, Starbucks, forsetann, lífverði, dyraverði, ruðningskappa, klappstýrur, körfubolta, háhýsi, bíó, djass-bar, spilaborð, MR-ican Idol og kjörklefa með kjörseðlum sem höfðu aðeins einn frambjóðanda, Bush. Og allir töluðu auðvitað ensku.


Svo er auðvitað aðalgleðin á fimmtudaginn þegar árshátíðarballið sjálft verður haldið með pompi og prakt. Bekkurinn verður saman allan þann dag. Maður mætir nývaknaður í morgunpartí og endar sveittur og þreyttur í kolniðamyrkri einhvers staðar í Grafarholti. Og ég hlakka brjálæðislega til.

Eins og vanalega hef ég fest í einhverjum crappy flash-leik. Nýjasta bölin er Chuck. Einhver sá alhallærislegasti leikur sem ég hef rekist á á Netinu. Mér bregður þó fyrir á nokkrum stöðum í hæ skorunum, vafasamur heiður í meira lagi.

Bises.