...c'est magnifique!

laugardagur, mars 10, 2007

Vígtenntar vonir

Fyrir árshátíð Skólafélagsins á haustmisseri vorum við með leynivini. Minn var Guðrún Mist. Ég samdi henni ljóð frá hyldýpi hugar míns. (Lesist með miklum tilþrifum, dramatískum þögnum og helst upphátt).


Óður til vígtenntra vona á válegri vetrarnóttu

Ó, Guðrún Mist,
þig hef ég aldrei kysst.
Sem daggardropi á grónu túni,
skal ég draga að húni
ljóma þinn og drauma.

Munu þeir þar á vindum fljóta
enginn tími til að skjóta
sendiboðann.

Þar stend ég hjá
og horfi.

Sem hnotuviður hugsjóna þinna mun
ljós myrkursins brenna.
Brenna.
Brenna.
Æ, ég brenndi mig.

Augu þín eru þúsund gimsteinar
sem eiga ekkert skylt við loftsteina
sem eru ófagrir.

Hve langt þurfa menn að leita
til að fá að skreyta
líf sitt
með þér.

Að ofan svífa dásamlegar dísir
niður.
Þú kreistir þær í höndum þér,
lífskrafturinn lekur,
á þig,
yfir þig,
um ókomna tíð.
Og mýfluga eilífðarinnar grætur í hljóði.

Á fjarlægu smáblómi sálar minnar er skuggi,
komdu aftur.


-Erbín Pólon, tu amigo secreto

miðvikudagur, mars 07, 2007

Svitar

Hvað er málið með helvítis blogger? Hann neitar að publish-a ef maður hefur örlítið langa færslu. Ehh. Þetta átti að fylgja með hinu:

Sviti. Ég hef svitnað mikið undanfarið af tveimur ástæðum.
Númer eitt. Ég er búinn að kaupa mér hálfsárskort í World Class Laugum. Það verður stundað grimmt. Kaldhæðnislegt samt að það pleis, sem á að gera mann heilbrigðan, er líklegast valdurinn að hinum svitanum. Jahá, ræktinni finnst nefnilega ekki nóg að láta mann svitna í Laugum heldur líka í Hafnarfirði. Jújú, ég fékk flensuna. Og hef verið að svitna í bílförmum í hita- og kuldaköstum. Takk, World Class.

Þátíð

Vá, það er svo sjittfokkass-mikið búið að gerast frá því að ég bloggaði síðast (sem er alveg tveir mánuðir).

Ókei. Það var t.d. Söngkeppni og -ball... nei, heyrðu, jólaballið líka! Andskotinn. Þetta Bu luju segir náttúrlega ekkert. (Wink). Nei, grín. Úff, ég er farinn að svitna núna af samviskubiti yfir bloggleysi. Og ég sem hef svitnað nógu mikið undanfarið. Æ, ég kem að því seinna.

Ég var að tala um böll (haha). Jólaballið var vel skemmtilegt. Fyrirpartí hjá Thelmu. Söngballið var líka frekar hresst, fyrirpartíið fannst mér samt hressara (hjá Þórunni). Síðast en ekki síst var árshátíð Framtíðarinnar 15. febrúar. Loftur hélt morgungleði (næstum morgunógleði (þá meina ég orðið, ekki partíið)) sem heppnaðist ljómandi vel. Þaðan fórum við nokkur í keilu. Um kvöldið borðuðum við svo í Perlunni hringsnúandi. Það var gaman. Þessi fjögurra rétta máltíð var samt varla fjórir réttir heldur meira svona aðalréttur borinn fram á eftir sýnishorni af kjúklingalifrarkæfu og smakki af sjávarréttasúpu. Annars var þessi kæfa reyndar alveg heldrjúg og varð yfirleitt eftir í glasinu sínu. Eftir svona 300 gráður af útsýni fórum við í fyrirpartíið okkar hjá Heru. Ágætis partí. Svo var það bara Broadway og danskorti nauðgað af fjölda spriklandi sprunda.

Ég er með einhverja áráttu að "skrá" svona viðburði.
Ég skrifa til að muna en dansa til að gleyma.

Myndablogg II?







Blogger vildi ekki birta þetta í byrjun janúar í heilu lagi. Það er því að kenna að ég nennti ekki að blogga. Ég ákvað núna að skipta þessu í tvo hluta. Sko, þróun er ekki bara kenning.
Annars er þetta lokainnslag hins magnaða þríleiks "færslursemberatitilsemendaráspurningamerki". Þ.e.a.s. ef þessir tveir hlutar gilda sem einn.

Myndablogg I?