...c'est magnifique!

þriðjudagur, maí 31, 2005

Mardi

Ég fór á ættarmót síðasta sunnudag í Garðinum þar sem ættin hans pabba, "Sólbakkaættin", kom saman. Þetta var nú bara miklu skárra en ég bjóst við. Veðrið bjargaði alveg deginum en við gengum um æskuslóðir ömmu: byrjuðum í kirkjunni og skoðuðum fjölskylduleiðið, gengum um Sólbakka, Miðhús og ýmislegt annað. Fínasti dagur alveg. Hvet alla til að kíkja í Garðinn einhvern tímann (á Reykjanestánni).


Útskálakirkja í Garði


Þarna voru lömb og ég veit ekki hvað og hvað


Í öðrum fréttum:

-Ég átti bara alls ekkert að fara í Ökuskóla 2 í þessari viku. Fór samt í gær að óþörfu.

-Mér finnst Dan Scott í One Tree Hill meiri hard-ass en Svarthöfði. Hann er svo evil að hann ætti að fá einhver verðlaun. Núna er þessi þáttur í órafjarlægð frá öllu sem mögulega gæti líkst raunveruleikanum. Mér finnst hann samt geðveikur.

-Californiaaaaaaa! Californiaaaaaaa! Here we coooooooooooooome! Hótelið sem við verðum á í Seattle (við fljúgum eina helgi til Seattle í eitthvað afmæli): Rosario: Resort & Spa. Svo er hér dagatal fyrir ferðina fyrir þá sem vilja forvitnast meira.

Leiter geiter.

miðvikudagur, maí 25, 2005

Oozing

Einkunnir ég fékk í dag. Með þær sáttur ég er. Nú finnst mér ég formlega kominn í sumarfrí.
Og ég hef ekkert að gera. Ekki rassgat. Eða jú, smá.

Ég er í ökuskólanum/æfingarakstri. Kláraði Ökuskóla I í dag sem er fínt. Ö2 er svo í næstu viku. Hvað æfingaraksturinn varðar er ég búinn með tvo tíma af honum. Búinn að keyra þvers og kruss um höfuðborgarsvæðið, í ótal hringtorg og gatnamót. Held að ég sé búinn að læra inn á þessa kúplingu núna. Eða allavega í huganum. Spurning hversu vel maður stendur sig í ríl læff. Allavega er markmið tímans á morgun að drepa ekki á bílnum - drepa bara á honum þegar ég vil það.

Annars hef ég ekki rassgat að gera. Og svona verður þetta víst í allt sumar, fyrir utan Cali. Þannig að ég lýsi hér með eftir ódýru og tímafreku hobbíi. Allar tillögur vel þegnar.

Nú ætla ég, þar sem ég hef ekki gert það þónokkuð lengi, að birta hérna lagatexta. Já, ég veit. Mörgum finnst það nú ekkert skemmtilegt en ég ætla samt að gera það. Ég er nefnilega búinn að vera að rýna svolítið í Death Cab For Cutie textana af hinum frábæra diski Transatlanticism og verð ég að segja að þetta eru einhverjir bestu textar sem ég man eftir. Mæli sterklega með því að þið fáið ykkur þennan disk. Og já, hérna er einn texti... Heyrðu sjitt, ég get ekki valið. Uuuu... blehh, þennan bara:


Tiny Vessels

This is the moment that you know
That you told her that you loved her but you don't.
You touch her skin and then you think
That she is beautiful but she don't mean a thing to me.
Yeah, she is beautiful but she don't mean a thing to me.

I spent two weeks in Silverlake
The California sun cascading down my face
There was a girl with light brown streaks,
And she was beautiful but she didn't mean a thing to me.
Yeah, she was beautiful but she didn't mean a thing to me.

I wanted to believe in all the words that I was speaking,
As we moved together in the dark
And all the friends that I was telling
All the playful misspellings
and every bite I gave you left a mark

Tiny vessels oozed into your neck
And formed the bruises
That you said you didn't want to fade
But they did, and so did I that day

All I see are dark grey clouds
In the distance moving closer with every hour
So when you ask "Is something wrong?"
I think "You're damn right there is but we can't talk about it now.
No, we can't talk about it now."

So one last touch and then you'll go
And we'll pretend that it meant something so much more
But it was vile, and it was cheap
and you are beautiful but you don't mean a thing to me
yeah you are beautiful but you don't mean a thing to me


Heyrn er sögu ríkari.

laugardagur, maí 21, 2005

Tjaldferð

Já, tjaldferðin alræmda. Já, sko, já. Hvað skal segja um svona tilgangsleysu? Hún var samt svöl. En ekki á kúlaðan hátt. En svöl var hún, já. Íslenskar útilegur eru yfir höfuð bara hálfglataðar. Á Íslandi er aldrei samfellt, gott veður, það bara gerist ekki. Ferðirnar byrja oft voða vel en síðan hverfur sólin bakvið dökk ský, rigningin hrynur svo úr þeim, það bætir í vindinn og tjaldhælarnir mjaka sér upp úr jörðinni. Síðan geturðu ekki annað en beðið eftir að himinninn fjúki af og droparnir leki í gegnum þunnt innra tjaldið. Og þú, í köldum svefnpokanum en samt einhvern veginn svitastorkinn, æðir út ringlaður í ærandi vindhviðunum og reynir að bjarga því sem bjargað verður... Æi, þið kannist við þetta.

Image hosted by Photobucket.com

Þetta er kannski aðeins of ýkt dæmi en já. Tjaldferðin. Hún var allt í lagi. Við komum á tjaldstæðið eitthvað um sexleytið en ég man reyndar ekkert hvað þessi staður heitir en hann er allavega í tæplega kortérs fjarlægð frá Selfossi. Þegar við komum var sól en þvílíkt rok og áttu sumir í meira basli við að tjalda en aðrir. Dót fauk hægri vinstri og fólk á harðaspretti eftir því.
Kvöldið leið svo frekar hægt. Maður var flakkandi milli tjalda og fólk dundaði sér í þessu týpíska. Það var eitthvað slappt fótboltamót milli bekkja en vegna vinds var það frekar leiðinlegt, við unnum þó þennan eina leik sem við spiluðum. Fólk söng líka hástöfum (fullt og ófullt) á flestum stöðum, við gítarleik (fullan og ófullan) sem og engan undirleik. Vaka söng líka fokking skerandi. Hélt mér allavega vakandi. Mu. Fórum svo líka í hressandi SannPróKont sem stóð reyndar stutt. Svo var auðvitað talað mikið saman og brandarar og draugasögur skutu upp kollinum. Auðvitað má svo ekki gleyma Bullshit-inu sem var spilað óspart.
Eins og áður sagði var kalt í nótt og fundu margir vel fyrir því. Við fimmmenningarnir vorum í þrjátíuogeitthvað ára gömlu tjaldi sem stóð sig líka bara með prýði gegn óblíðum náttúruöflunum. Okkur var bara hæfilega kalt.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Sumarfrí !

Sweet freedom!

Prófin búin! Aaaaaaaaaaaa! Nú er tíminn til að gera eitthvað ruglað og vanhugsað. Ég verð að finna út úr því.

Jæja, mér gekk vel í öllum prófunum þannig að ég er mjög sáttur. Þetta feitletraða í síðustu færslu var alls ekki svo slæmt. Nú er bara feitt aðgerðaleysi framundan með nokkrum ljósum punktum auðvitað.

Á morgun er tjaldferð hjá 3. bekk til Selfoss sem verður, ja, skemmtilegt að sjá hvernig fer. Svo er það bara einkunnaafhending á miðvikudaginn og prófsýning kl. 9 daginn eftir. Var ekki hægt að hafa prófsýninguna á sama degi og einkunnaafhendingin? Ég bara spyr. Röfl.

Svo styttist óðfluga í LA/Seattle ferðina 8. júní! Ég held að málið sé að blogga oft og reglulega meðan ég er þarna úti. Skella svo líka inn myndum jafnóðum. Hvernig líst ykkur á það?

föstudagur, maí 06, 2005

Prófahrina

Já. Eins og flestir aðrir er ég líka í prófum. Búinn með fimm af tíu. Þessi fimm hafa þó verið frekar fljót að líða og einhvern veginn miklu minna mál en jólaprófin voru... allavega svona eftir á að hyggja. Stressstigið er í sögulegu (var einmitt í söguprófi í dag, höhö) lágmarki og þetta flýtur frekar ljúft áfram. Svo ég komi með upptalningu (í tímaröð):

Búinn með:
Félagsfræðistúdentspróf
Stærðfræði
Íslenska ritgerð
Ensku
Sögu

Á (so. að eiga) eftir:
Jarðfræði
Íslensku
Dönsku
Eðlis-/efnafræði
Frönsku

Feitletruðu prófin eru þau leiðinlegustu og erfiðustu. Eða kannski er ég bara fordómafullur. Ætti að kötta þeim smá slakk eða gefa þeim breik eða eitthvað.

Hvaðsemerhver. Mig langaði svolítið að fara á Ingólfstorg kl. 5 í dag. Þar verður mótmælt ofbeldi og Hjálmar spila. Hefði samt örugglega aldrei farið ef þeir spiluðu ekki. Maður er svo kaldrifjaður að maður veit af því. Leiðinlegt og ég er ekki sá eini. En það er svo kalt úti að ég nenni ekki að fara þangað. Já, ekkert meira að segja um það.

En plan helgarinnar hljómar svo: Læra undir jarðfræðipróf og fara í bíó með Níels og Alla á The Hitchhiker's Guide to the Galaxy!

Ég verð að koma að hrósi til ritstjórnar Skólablaðsins fyrir magnað blað (eða kannski réttara að kalla þetta bók, þetta flykki er yfir 250 bls.) sem ég fékk í dag. Blaðið er þrekvirki svo ekki sé meira sagt. Myndasögurnar hans Hugleiks eru líka sjitt-fyndnar.

Ætla að enda á brandara:

A salesman is driving toward home in Northern Arizona when he sees a Navajo man hitchhiking. Because the trip had been long and quiet, he stops the car and the Navajo man climbs in.

During their small talk, the Navajo man glances surreptitiously at a brown bag on the front seat between them.

"If you're wondering what's in the bag," offers the salesman, "it's a bottle of wine. I got it for my wife."

The Navajo man is silent for awhile, nods several times and says, "Good trade."

Bless!