...c'est magnifique!

fimmtudagur, desember 30, 2004

Dilemma

Picture this:

You're walking out of the dentist's office, half of your jaw heavily narcotized, when you suddenly realize that your bus pass has expired - and you don't have any change. A chilling panic uncomfortably arouses your senses in the freezing morning darkness. You're stuck right smack in the middle of Hafnarfjörður and the bus was your only chance of getting back to your suburban home. You're faced with two crappy options:

A) You walk many, many miles in sub-zero temperatures to your home,
B) You swallow your pride, you walk your speech impaired self to the nearest gas station and drooling, ask for change for a buck.

After a few moments' consideration - I chose B).

þriðjudagur, desember 28, 2004

Oh Joy!

Undanfarnir dagar hafa verið ansi ljúfir. Eintómt skin og engar skúrir. Það er kannski ekki við öðru að búast vegna þess að það eru jól. Ókristileg og full af gleði. Já, það eru nefnilega mjög svo ókristilegir dagarnir sem jólahátíðin ber með sér.

Á jólunum brýtur fólk meginþorrann af dauðasyndunum sjö:

Ofát - Hamborgarhryggur, hangikjöt, kalkúnn, smákökur, jólaöl...
Græðgi - Já, oft vill maður margt í jólapakkann.
Leti - Þarf að ræða þetta eitthvað?
Öfund - "Af hverju fékk hann fleiri pakka en ég?"
Reiði - Öfundin breytist oft í reiði, t.d. gagnvart foreldrum eða guði.
Mont - "Ég fékk Action Man, ekki þú-ú!"
Losti - Ég veit ekki hvort það sé mikið um þetta en það er aldrei að vita.

Þarna sjáiði að guð hefur aldrei meiri vanþóknun á okkur nema einmitt þegar við fögnum fæðingu sonar hans. Ironic, ain't it?


Eins og ég nefndi þá hafa jólin mín verið mjög góð (þótt ég hafi nú reyndar aldrei almennilega komist í jólaskapið). Maturinn var góður á aðfangadagskvöld og gjafirnar líka. Ójá, þær voru einstaklega ásættanlegar í ár. Núna er ég t.d. að nota glænýju lasermúsina mína og er kominn úr steinöldinni í þeim efnum (takk, Héðinn). Svo fékk ég mér til mikillar ánægju Furðulegt háttalag hunds um nótt nema hvað hún hét The Curious Incident of the Dog in the Night-Time sem glöggir lesendur sjá að er enska sem er frábært því það er betra að lesa bækur á frummálinu og óþýddar því annars er hún ekki eins nákvæm og þá er ekki beint eins og þú sért að lesa upprunalega bókina heldur bara útgáfu þýðandans af henni og það hefði einhver annar getað verið þýðandinn og þýtt hana öðruvísi útaf því að oft er hægt að þýða orð á fleiri en einn hátt. Svona hefði Christopher orðað það, enda eru samtengingar í miklu uppáhaldi hjá honum ásamt prímtölum. Ég er sem sagt búinn að lesa þá fallegu bók og hafði gaman af. Ég er líka búinn að horfa á The Lord of the Rings: The Return of the King - Special Extended Edition og, eins og gefur að skilja, búinn að kaupa jólagjafir sem þýðir að það eina viturlega sem ég á eftir að gera í þessu jólafríi er að klára The Da Vinci Code sbr. þar síðustu bloggfærslu.

Á jóladag fór ég í annað af tveimur árlegum jólaboðum. Það var hjá frænda mínum sem býr í Keflavík, nánar tiltekið við hliðina á gamla húsinu mínu á Hrauntúninu. Í boðinu var mikið um að vera. Það var dansað í kringum jólatréð og svo kíkti Coca-Cola jólasveinninn í heimsókn en samt kvaðst hann eiga bræður. Svo kórónaði hann ósvífnina með því að mæma sönginn á jólalagadisknum sem hann kom með. Í þessum gleðskap hitti ég líka mann frænku minnar sem er skáld. Hann lýsti yfir hneykslun sinni á nútímajólum og öllu tengdu þeim, m.a. jólaboðum og sagði hreint út að þetta væri eitt af þeim leiðindaboðum. En hann er skáld og má þess vegna segja það sem honum sýnist.
Á annan í jólum fór ég svo til ömmu í kalkúnamatarboð. Það gerðist ekkert merkilegt þar, bara góður matur og gleði - líka slatti af Friends þáttum á DVD.

Ég hef einnig gert mikið af óviturlegum hlutum í fríinu, svo sem að festast í BMX leiknum ógurlega, að horfa á gjörningamanninn Birgi og að bora í nefið (skyldulesning!).

Þar til næst, skemmtið ykkur vel í fríinu.

mánudagur, desember 13, 2004

Manifestation

Arnold er ekkert lamb að leika við


laugardagur, desember 11, 2004

Jól á næsta leiti

Fyrst það er búið að hóta mér lífláti og öllu illu þá skal ég skrifa nokkur orð. Ég hef núna nákvæmlega sjö mínútur áður en ég þarf að fara í matarboð þannig að ekki búast við neinu meistarastykki.

Ég er í prófum, sjö eru búin og þrjú eru eftir. Það hefur gengið ágætlega í flestum þessum prófum. Mér gekk þó alls ekki vel í stærðfræði og kenni ég stressi um það. Ég var 29 sinnum stressaðri í því prófi en í nokkru öðru prófi sem ég hef þreytt, þ.á.m. samræmdu prófunum. Nóg um prófin.

Ég hef ekki gert mikið af viti en að læra undanfarið, ætlaði þó í gær að vera sniðugur og birta myndir af öllum afmælisgjöfunum sem ég fékk en það fór út um þúfur, er víst búinn að henda öllum myndvinnsluforritunum mínum út. Fór áðan suður í Kaffitár og talaði við starfsmannastjórann um jólavinnuna sem ég nældi mér í þar. Vinnan verður víst þríþætt: líma-setja-færa. Það verður ágætt.

Ég hlakka mikið til jólafrísins. Þá þarf maður samt að gera heilmikið. Ég þarf t.d. að klára da Vinci Code sem ég hef ekki lesið neitt í í fleiri vikur. Svo langar mig að lesa Furðulegt háttalag hunds um nótt. Síðan þarf maður eiginlega að nýta jólafríið til að horfa á fjögurra diska settið af Return of the King, það tekur nú sinn tíma. Auðvitað má svo ekki gleyma jólagjafainnkaupunum.

En nú þarf ég að drífa mig. Slæmt að vera seinn í matarboð.