...c'est magnifique!

fimmtudagur, júní 30, 2005

Day Gay

Hæ. Ég er þá kominn heim, kom á þriðjudaginn. Ég ætla að drífa í því að klára ferðasöguna í grófum dráttum (smáatriðin eru horfin úr minninu):

Á föstudaginn (Day Sixteen) eyddum við nærri öllum deginum í sundlauginni sem var glæsilegt. Ég tók þetta með trompi og var í Speedo. Héðinn líka en hann gafst upp eftir fimm mínútur. Ég hins vegar hélt mínu striki en var varaður við að vera of mikið uppi á rennibrautinni því að nágrannarnir gætu séð mig og hringt á lögguna. Fullevrópskt fyrir þessi kanagrey.

Á laugardaginn (Day Seventeen) keyrðum við Héðinn, Skarpi og Isabel niður í strandarbæinn Manhattan Beach og fórum á ströndina. Þegar við komum blasti við okkur hresst strandblaksmót kvenna. Staldrað aðeins við þar. Svo tók við sund í frekar köldum sjónum. Nokkuð góðar öldur þarna líka. Svo var stór hola grafin í sandinn og Héðinn grafinn þar ofan í þannig að aðeins sást í sólgleraugun og nefið.

Á sunnudaginn (Day Eighteen) fórum við öll í Northridge mollið þar sem allir áttu eitthvað erindi. Um kvöldið fórum við síðan á magnaðan veitingastað í kúrekastíl: Saddle Ranch. Afgreiðsludömurnar hressari en allt. Það leið svo ekki á löngu að Héðinn var ginntur af einni þeirra til að fara á stóra vélknúna nautið úti á miðju gólfi. En auðvitað ekki áður en hann skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að staðurinn bæri ekki ábyrgð á neinum meiðslum eða áverkum sem hann kynni að hljóta á nautinu. Héðinn stóð sig með prýði, það leið dágóður tími áður en hann hentist af. En ekki mátti ég fara á nautið, neee-ei. Ég er ekki orðinn átján. Puff.

Á mánudaginn (Day Nineteen), síðasta daginn okkar, tókum við því rólega og pökkuðum. Magnið í töskunni minni sirka þrefaldaðist í þessari ferð enda fengum við báðir Heavy-límmiða á okkur á flugvöllunum. Við kvöddum Lynneu og Bailey seinnipartinn og Skarpi skutlaði okkur á LAX. Á leiðinni fengum við okkur síðasta In-n-Out borgarann og Isabel hringdi úr day camp til að kveðja.
Við tók þessi venjulega flugvallarútína og við vorum komnir svo snemma að við höfðum klukkutíma til að myrða fyrir framan geitið. Vélin fór klukkan 20. Við vorum reyndar ekki mjög sáttir við Alaska Airlines því þeir gátu ekki tjékkað farangurinn okkar alla leið til Keflavíkur og við þurftum því að eyða þeim litla tíma sem við höfðum milli fluga á San Francisco International í að sækja töskurnar á færibandið og tjékka þær inn aftur. Þetta rétt hafðist og þegar við komum að hliðinu á International terminal-inu í SFO voru aðeins tíu mínútur í boarding.
Flugið heim var styttra en þegar við fórum út, tæpir átta tímar. Þetta var hins vegar stórfurðulegt flug því í byrjun flugsins var nótt en síðan birti þegar við mættum sólinni og fórum svo framhjá henni. Við komum síðan til Keflavíkur klukkan þrjú um daginn, næsta dag (þriðjudaginn, Day Twenty).

Ferðasögu lýkur.

Ég er reyndar ennþá á LA tíma. Vaknaði klukkan kortér í fjögur í dag, meira að segja seinna en í gær. Verð harðari við sjálfan mig á morgun.

föstudagur, júní 24, 2005

Day Sixteen

Á miðvikudaginn (Day Fourteen) gerðum við mjög lítið. Tjillaðri geta dagar vart orðið. Sjónvarp, Oreo og PSP rændu deginum. Um kvöldið fórum við hins vegar í bíó, á sama stað og síðast, á Batman Begins. Fín mynd og góðar Íslandssenur. Þó fannst mér eitthvað vanta og hún ekki alveg standa undir þessu mikla lofi.

Í gær (fimmtudagurinn, Day Fifteen) hringdum við Héðinn á leigubíl um hádegisbil og fórum með honum í Best Buy búðina. Allnokkrar DVD-myndir keyptar þar. Starfsfólkið ekki alveg að standa sig í að taka af þjófavörnina á vörunum því á leiðinni út hringdi þjófabjallan á okkur. Starfsfólkið sagði okkur að halda bara áfram að labba. Þetta sama gerðist í öllum búðunum sem við fórum í þennan dag, Best Buy pokarnir ullu hringingu. Það gerði reyndar aldrei neinn neitt í málunum nema í einni búð, en hún sagði okkur líka bara að halda áfram að labba.
Úr Best Buy gengum við yfir bílastæði og fengum okkur ís á Dairy Queen. Fundum svo kvarterasíma og hringdum á annan leigubíl. Hann skutlaði okkur í mollið í Valencia, sem við fórum í á Day One, og gerðum enn ein innkaupin. Eftir góða gjaldeyriseyðslu tókum við svo síðasta Taxann heim.

Um kvöldið var svo komið að því... Billy Idol tónleikar í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live. En fyrst fórum við á Carl´s Jr. í þeim tilgangi að fá okkur sex dollara hamborgarann sem Paris Hilton auglýsir í hinni umdeildu auglýsingu (sem er þó reglulega sýnd hér). Ég gekk ákveðinn að afgreiðslukonunni: "I´ll have two Paris Hilton burgers, please." En allt kom fyrir ekki. Hún sagði að þeir væru hættir með þá borgara og að þeir hafi aðeins verið með þá í kynningarskyni. Við sættum okkur við annan "Six Dollar Burger" sem var á matseðlinum.
Eftir þessa fínu borgara var leið okkar heitið til Hollywood í El Capitan Theatre á Hollywood Blvd., þar sem Jimmy Kimmel er tekinn upp, beint á móti Hollywood & Highland mollinu sem við fórum í á þriðjudaginn (Day Thirteen). Þar sem Skarpi vinnur hjá ABC, sem sýnir þættina, var hann búinn að redda okkur inn í græna herbergið baksviðs en þegar við komum þangað var okkur Héðni ekki hleypt inn vegna þess að þar var áfengi og við ekki orðnir 21. Þá fórum við fyrir framan sviðið við hliðina á stúdíóinu þar sem Billy Idol átti að troða upp en auðvitað áður í gegnum málmleitarhlið og tilheyrandi. Við vorum með fyrstu á staðinn og því nánast fremst. Eftir dálitla bið hófst svo þátturinn sem var varpað á tjald á sviðinu. Góðir brandarar hjá kallinum þetta kvöld og svo valdi hann latasta mann Bandaríkjanna. Eftir það kom Billy Idol í sófann hjá honum, svalur að vanda. Svo komu tveir hermenn eða eitthvað sem gættu Saddam Hussein í 10 mánuði í fangelsinu. Áhugavert.
Þá var komið að því. Eftir auglýsingabreik steig Jimmy á sviðið og kynnti Billy Idol og svo byrjaði hann að spila, sjálfur "sneer of the year". Hann tók einhver ný lög og svo gamla slagara eins og White Wedding og Rebel Yell. Fáranlega góður. Við Héðinn getum líka stoltir sagt frá því að við snertum hann, Héðinn fékk meira að segja heillangt handaband.
Eftir vel heppnaða tónleika fórum við heim.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Day Fourteen

Hádí

Á föstudaginn (Day Nine) héldum við út á Bob Hope flugvöllinn í Burbank aðeins seinna en við var búist. Flugvélin átti að fara í loftið um tvöleytið en fór ekki fyrr en tveimur eða þremur tímum síðar. Flugið var stutt, um tveir tímar. Við lentum í Seattle um kvöldmatarleytið og við tók stutt keyrsla beint til Valerie, mömmu hennar Lynneu. Gaman þar, mjög góður matur hjá Valerie og manninum hennar Charlie og gaman að hitta fjölskylduna hennar Lynneu aftur eftir langan tíma. Systkini hennar voru þarna, Rich og Jenny, ásamt Penny, konu Rich. EInstaklega skemmtilegt að tala við Rich en hann átti heima á Ísafirði í byrjun tíunda áratugarins og kann því slatta í íslensku. Maðurinn er freak of nature eins og konan hans orðaði það. Hann er uppfullur af alls konar fróðleik, veit allt milli himins og jarðar og sagan segir að hann sé ósigrandi í Trivial. Hann sendi bréf til ráðamanna allra fylkjanna í Bandaríkjunum og fékk senda upplýsingapakka frá þeim og veit þess vegna allt um fylkin. Jébb, sem sagt alger landafræðinörd, að eigin sögn meira að segja.

Jæja. Næsta dag (laugardaginn, Day Ten) vöknuðum við eldsnemma og tókum saman dótið okkar (mitt var btw. allt troðið ofan í einn bakpoka og mikið afrek alltaf þegar ég náði að loka honum). Við borðuðum fínan morgunmat a la Valerie áður en við stukkum upp í bílaleigubílinn og keyrðum töluverðan spöl í átt að pleisinu þar sem ferjan lagði úr höfn. Á leiðinni komum við að áningarstað nokkrum og teygðum úr okkur. Ekkert í frásögur færandi frá þeim stað nema að þar var eitthvað eldgamalt og gríðarmikið tré sem átti að vera merkilegt og að þar hittum við Julian, son Lynneu, sem við Héðinn höfðum ekki séð síðan 2000.

Við komum að plássinu þar sem ferjurnar sigldu út að San Juan eyjunum, okkar leið var heitið á eina stærstu eyjuna, Orcas. Við komum mjög tímanlega og lögðum bílnum í bílaröðina. Ferjan leysti landfestar um hádegisbil. Eftir klukkutímasiglingu komum við að Orcas Island og vá þessar eyjar eru rosalega fallegar, allar þaktar með háum og þéttum barrtrjám. Við fundum hótelið, Rosario Resort, check-uðum inn og fundum herbergin sem voru dreifð um mismunandi byggingar hótelsins. Við Héðinn og Julian vorum saman í herbergi í byggingunni Skagit.
Þá var að huga að raunverulegri ástæðu fararinnar þangað - afmæli Tom, pabba Lynneu. Allur hópurinn safnaðist saman í herbergi hans og konu hans Sharon. Hann hafði orðið sextugur nokkrum dögum áður og hélt að hann væri bara að koma þarna að slappa af með konunni sinni. Við áttum von á honum á hverri stundu og földum okkur inni á baðherberginu, inni í skápum og víðar. Við biðum og biðum í niðamyrkri inni á þessu klósetti og ekkert bólaði á manninum. Frekar kómískt, fullorðið fólk bíðandi þarna inni í algerri þögn með glott á vör. Skarpi rauf þögnina: "Anybody mind if I use the crapper?". Hahaha! Allir sprungu úr hlátri.
Eftir svona tuttugu mínútur af þessu komum við út úr baðherberginu og aðrir komu út úr skápnum. Hringdum í front desk og spurðum hvort skötuhjúin höfðu check-að inn. Þá kom í ljós að starfsfólkið, þrátt fyrir að við höfðum stafað fyrir þeim hvernig væri í pottinn búið og nákvæmlega hvað það ætti að gera, hafði sent þau í rangt herbergi. Herbergi sonar þeirra og konu hans (held ég) sem höfðu komið þangað til að vera með í surprise-inu. Og hvað haldiði, töskurnar þeirra náttúrulega þar. Allir voru fjúming yfir heimskunni í þessu starfsfólki. Þá var ekkert annað að gera en að arka með kælda kampavínið niður á neðri hæðina, banka á dyrnar og hrópa surprise. Kallinn varð líka bara helvíti undrandi, þannig að þetta gekk að lokum.
Um kvöldið fórum við á mexíkanskan veitingastað í þessum agnarsmáa miðbæ. Þar var skálað fyrir afmælisbarninu og hann opnaði gjöfina sína sem var úr sem gerði allt. Já, allt. Um kvöldið skelltum við okkur strákarnir í djakúsí og höfðum það gott. Ekki mikið annað að gera svo að eftir það fórum við bara upp á herbergi og spörkuðum aftur.

Daginn eftir (sunnudagurinn, Day Eleven) borðuðum við síðbúinn morgunmat á fínum stað við sjóinn þar sem flestir fengu sér pítsu, m.a. ég. Svo keyrðum við upp á hæsta punktinn á eyjunni, Little Summit. Vott ei vjú! Önnbílívabel! Á leiðinni niður stoppuðum við á stærsta stöðuvatninu á þessari skemmtilegu eyju og við Skarpi og Héðinn leigðum okkur lítinn fótknúinn bát og sigldum út á það. Þvílík átök maður! Við vorum alveg búnir á því þegar við komumst á þurrt land aftur. Já, ég var ekki búinn að nefna það, veðrið var alveg frábært þessa daga, sól og góður hiti. Þegar við komum á hótelið aftur spiluðum við þrír bátsmenn krokket. Það er allavega sport sem maður stundar ekki mikið. Skarpi sýndi úrvalstakta og rúllaði okkur upp. Eftir það var setið smá við sundlaugina og borðað ís. Fyrr um daginn höfðu flestir haldið heim á leið og bara ég, Héðinn, Julian, Isabel, Skarpi, Lynnea og vinkona hennar og dóttir vinkonunnar sem voru um kyrrt.
Um kvöldið fórum við í "bæinn" og leituðum að veitingastað. Ekki var um margt að velja en við fundum einn ágætan. Mikið um monkey business þar. Eftir matinn ákváðum við Héðinn að fara að elta villt dádýr sem við höfðum séð þónokkuð af þarna um helgina. Við sáum tvö dýr rétt hjá hótelinu og athuguðum málið. Héðinn auðvitað með myndavélina og myndaði eins og óður væri. Annað dáýrið hljópst á brott eftir nokkra stund en við héldum áfram að elta hitt og komumst ansi nálægt. Eftir að hafa elt dádýrið langa leið og gefið því gras og strá kom kona, hótelgestur, upp að mér og lét mig hafa handfylli af bláberjum og sagði mér að tyggja eitt og spýta því í höndina á mér svo dýrið fyndi lyktina af því - þá myndi það örugglega koma. Ég gerði það og gekk að dádýrinu. Það labbaði að mér og vott dú jú nó, það byrjaði bara að éta berin úr lofanum mínum, svona svipað og hestur. Héðinn náði líka myndum af þessu öllu.
Ekki var gert mikið markvert það kvöld.

Næsta dag (mánudagurinn, Day Twelve) pökkuðum við saman dótinu okkar og keyrðum niður á höfn. Borðuðum þar morgunmat. Breakfast of champions. Pönnukökur og beikon með fjórum pökkum af smjöri og fimm öskjum af sírópi. Það var greinilega ætlast til að pönnukökurnar flyti ofan á síropinu. Við keyrðum aftur til Seattle eftir ferjusiglinguna. Þá áttum við nokkra tíma aflögu þangað til við flugum aftur til LA þannig að við fórum á veitingastað í miðbænum. Góður hamborgari. Frábær borg, Seattle. Mjög langt síðan ég kom þangað síðast en það var þegar við heimsóttum Skarpa þegar hann bjó þar. Tveggja tíma flugið til Burbank gekk svo fínt. Þá var orðið áliðið og við fórum fljótlega að sofa.

Í gær (þriðjudagurinn, Day Thirteen) fórum við Héðinn, Lynnea og Isabel í enn eitt mollið. Hollywood & Highland heitir það og er eins og nafnið bendir til í Hollywood, við Hollywood Boulevard. Þar er einnig Kodak Theatre, þar sem Óskarinn fer fram. Eftir smá búðaráp þar sem ég keypti ekki neitt og gláp á Hollywood skiltið tjékkuðum við Héðinn á stjörnunum í gangstéttinni á Hollywood Boulevard. Hittum kynlega kvisti á leiðinni eins og Spiderman, Gandalf og "næsta 50 cent" (að eigin sögn). Kíktum svo á Hollywood wax museum og Guinnes world record museum sem voru í sannleika sagt svona frekar leim. En jæja. Eftir smá meira búðaráp og ís fórum við heim til Jenny (systur Lynneu). Þar hittum við hinn alræmda fyrrverandi rótara Anthrax, Billy sem fór með Jenny, Lynneu og Skarpa út að borða. Við pössuðum Isabel á meðan með pítsu og vídjóglápi. Þetta er gærdagurinn í hnotskurn.

Úff þetta var langt... nú er ég að drepast í öxlunum. Best að skella sér í pottinn eða eitthvað. Adios amigo.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Day Eight

Dagur átta, ójá.

Í gær fórum við tveir drengirnir að versla í Northridge Fashion Center. Lynnea skutlaði okkur og á leiðinni renndum við í gegnum drive-thru hjá In-n-Out Burger. Mjög vinsæll og virtur skyndibitastaður í Kaliforníu sem opnaði nítjánhundruðsextíuogeitthvað. Skarpi og co. halda allavega mikið upp á hann því ólíkt flestum skyndibitastöðum er ekkert foreldað og hráefnið alltaf glænýtt og aldrei frosið, sem sagt rosalega ferskt. Það er líka svolítið fyndið að það er bara þrennt á matseðlinum: Hamburger, Cheeseburger og Double-Double Burger, með frönskum og drykk auðvitað. Fá líka hrós frá mér fyrir að bjóða upp á Dr. Pepper í gosvélinni.
Feitt anyway. Í Northridge versluðum við heilan helling og alltaf með sömu afsökunina: "Because of the exchange rate it's practically free!". Ójá, we've got that covered. En þetta var ansi vel heppnuð verslunarferð og það merkilega er að ég er venjulega mjög lítið fyrir að versla, sérstaklega föt. Hérna er þetta hins vegar bara ekkert mál, kannski útaf því að allt er miklu ódýrara og því léttara að eyða...
Skarpi sótti okkur og var frekar vonsvikinn yfir því að hafa ekki farið með okkur á In-n-Out Burger þannig að við fórum bara aftur. Höhöhöhö. Skarpi vill endilega að við hittum félaga hans Billy, rótara Anthrax. Það verður forvitnilegt.

Í dag fórum við öll út að borða með vinkonu hennar Lynneu og manninum hennar í Pasadena. Staðurinn heitir Twin Palms og tveir kallar glamrandi á gítara sáu um stemmninguna. Vel gert hjá þeim. Fékk mér víst voða kanalegt að borða: steik og kartöflu. Þessi hjón voru bara mjög skemmtileg. Konan var að tala um ferð sína til Fiji og sagði frá því að mannát tíðkaðist þar fyrir ekki svo löngu síðan. Ég ákvað að vera voða sniðugur og skaut inn í að við Íslendingar stunduðum það enn þann dag í dag. Augun í henni urðu á stærð við snókerkúlur: "Oh, really?". Lynnea varð fyrst að bresta og fór að hlæja. Hahaha þetta var sjúklega fyndið.
Eftir matinn keyrðum við aðeins lengra inn í bæinn og stoppuðum við einhverja göngugötu. Fólkið vildi endilega fara á Cold Stone Creamery sem er ísstaður og gengur út á að blanda saman alls konar nammi í alls konar ís. Dálítið eins og bragðarefur. Mjög gott sko.

Á morgun er svo ein rúsínan í pylsuendanum, ferðin til Seattle. Við fljúgum þangað um tvö leytið og komum aftur á mánudaginn. Afmæli pabba hennar Lynneu er ástæðan fyrir ferðinni. Afmælið og hótelið er á eyju fyrir utan Seattle. Víííííjjj.

Bloggjúleiter og gleðilegan þjóðhátíðardag (kom meiraðsegja með íslenska fánann hingað, ójá!).

þriðjudagur, júní 14, 2005

Day Six

Hey.

Í gær (mánudagurinn Day Five) fórum við Héðinn í Six Flags Magic Mountain skemmtigarðinn. Hann er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð og sést meira að segja í hæstu rússíbanana úr bakgarðinum. Við komum þangað um hálftíma eftir að hann opnaði kl. tíu. Þetta var nú bara hreint himnaríki fyrir mig, rússíbanaáhugamanninn. Ég held að ég hafi farið í alla þessa fjölmörgu rússíbana og meira að segja nokkra oftar en einu sinni. Héðni hins vegar blöskraði allur þessi gífurlegi fjöldi ógnvekjandi tryllitækja og dró sig algerlega í hlé. Það var heitur, heitur hiti (skírskotun til hljómsveitar) þennan dag, sá mesti í ferðinni hingað til, og þarna stóð ég í röð, hægt og bítandi að eldast (orðaleikur). Já, ég þurfti að bíða einn í röð, þökk sé gungunni Héðni. Geez. Og ég græddi ekki nema einu sinni á því með því að geta farið í svona single passenger line. En rússíbanarnir sjálfir voru krakkalakkin'! Héðinn skemmti sér samt ekki nærri eins mikið. Barnatækin dugðu skammt í þessa tólf tíma sem við vorum þarna.
Við unnum einhver fimm stöffd anímals og einn körfubolta í svona leikjadæmi. Glæsilegur dagur fyrir mitt leyti og ég kom heim mjög þreyttur en sáttur. Að standa lengi í röð í 90 F hita tekur á, fjúff. Ég veit ekki hvort ég skrapp eitthvað saman eða hvað en eftir nokkra tíma í garðinum hættu buxurnar, sem eru venjulega frekar þröngar í mittið, að passa á mig. No joke. Kannski vökvaskortur.

Í dag hins vegar, eftir góðan tólf tíma svefn til að bæta upp átökin daginn áður, tókum við því bara rólega heima. Hjúmonguss kapalsjónvarp, De-loused in the Comatorium, spennandi golf í PSP og sprell og tjill við sundlaugina einkenndi daginn. Í kvöld fór Skarpi svo með okkur á Mr. and Mrs. Smith sem mér fannst bara mjög fín. "Mom! I almost shot you just then! We are on red alert, okay? Don't go around making me jump like that! You gotta be careful! This is a tense situation! You have no idea how close I was to shooting you right there!!!" Þetta var svona one-liner mynd til að enda allar one-liner myndir. Brædda smjörið á poppið var náttúrulega möst. Það var gott í svona tvær mínutur.

Hérna er myndapakki dagsins frá áhugaljósmyndaranum Bjarna úr göngutúr sem við fórum í á sunnudaginn minnir mig:

Image hosted by Photobucket.com
The neighborhood
Image hosted by Photobucket.com
Image hosted by Photobucket.com
Image hosted by Photobucket.com
Walking the dog
Image hosted by Photobucket.com
Þetta er Bailey, hundurinn hennar Isabel
Image hosted by Photobucket.com
Þetta er one-in-a-million skot af hummingbird. Damn þessir fuglar eru snöggir... og mjög litlir. Þeir fljúga grafkyrrir á einum stað og svo þjóta þeir yfir á næsta. Það tók mig þónokkrar tilraunir að ná mynd af honum.
Image hosted by Photobucket.com
Bailey er ekki allur þar sem hann er séður, sannur sirkushundur. Skarpi í bakgrunni að þvo bílinn. (Tek það fram að höndin er mín þannig að Héðinn tók þessa)

sunnudagur, júní 12, 2005

Day Four

Nú er helgin á enda, mikið líður þetta fljótt.

Í gær (laugardagurinn Day Three) fórum við Héðinn og Skarpi í bíltúr. Við byrjuðum á ljósmyndabúð, Samy´s Camera, þar sem Héðni leið eins og krakka í sælgætisbúð. Veskið hans fékk allavega að finna fyrir því. Þaðan var ferðinni heitið til Beverly Hills á hina frægu Rodeo Drive götu. Sjitt, rich bich avenue. Þarna eru örugglega allir helstu fatahönnuðir heims með sína eigin búð. Anyway...
Eftir smá cruise þar innan um alla Porsche-ana, Bentley-ana og Rolls-Royce-ana fórum við til Santa Monica á aðeins venjulegri verslunargötu, 3rd Street Promenade. Keypti mér þar m.a. nokkra geisladiska: Coldplay, Killers, Bravery, Bloc Party og Mars Volta. Komum svo heim í hveitilengjur sem Lynnea matreiddi.

Í dag fórum við svo til Malibu og snæddum á Paradise Cove á ströndinni og lékum okkur smá á þeirri mjög fallegu strönd. Þessar myndir eru teknar á veitingastaðnum:



Efri Lynnea, neðri Isabel

Já, ég veit, þetta er voðalega þurrt blogg. En þetta er aðallega fyrir mig og gaman að skoða alla ferðina svona í grófum dráttum í framtíðinni, þannig að ekki pirrast of mikið ef þetta er dálítið innhverft. En endilega kommentið eins og ykkur lystir ef eitthvað liggur ykkur á hjarta og líka ef það liggur barasta ekki neitt á því.

Well somebody told me
You had a boyfriend
Who looks like a girlfriend
That I had in February of last year
It's not confidential
I've got potential

-Isabel kann þetta lag (Somebody Told Me með The Killers) utan að og syngur alltaf hástöfum þegar það er í útvarpinu. Hahaha, cracks me up.

"I´m from the hood, yo. Ya know, Malibu." -Brad Gluckman

laugardagur, júní 11, 2005

Day Three

Nú er víst kominn dagur þrjú, jei.

Á fimmtudaginn (Day One) eftir smá sprell í sundlauginni fórum við í mollið í Valencia og gerðum okkar fyrstu eiginlegu innkaup. Fann meira að segja þennan fína bol með Yeah Yeah Yeahs.
Eftir búðarápið féngum við okkur öll að borða á mexíkönskum stað þar rétt hjá.

Í gær (föstudagurinn Day Two) fórum við Héðinn í Universal Studios í Hollywood. Það var bara ágætt. Mummy Returns rússíbaninn var bestur af því sem við gerðum þó svo að hann hafi ekki verið mjög extreme. Við fórum líka í Terminator 2 og Shrek 3-D sýningar, mega grillað hehe. Fínn dagur þarna á ferð og náttúrulega möst að fara í Universal þó svo að hann sé kannski smá ofmetinn.
Eftir það sótti Skarpi okkur og við fórum heim.



Poolboy and sidekick (aka. cousins Bjarni and Isabel)

fimmtudagur, júní 09, 2005

Day One

Fyrsta færsla ferðarinnar, ójá.

Now I´m jus´chillin´in me crib wit my homies, ya´know. Klukkan er núna um tvö eins og þið sjáið fyrir neðan færsluna og Héðinn er í fíling í sundlauginni, sem er by the way diskó sundlaug sem breytir um lit á kvöldin, og skemmtir sér með vatnsniðinn úr fossinum sem undirleik.

Ferðin í gær gekk eins og allra best væri á kosið. Smooth like a baby´s butt. Eða eins og vel smurt rassgat eins og Helga Lind mundi orða það. Vélin frá Keflavík til San Francisco átti að fara kl. 16.40 (að íslenskum tíma) í gær en seinkaði dálítið og fór ekki fyrr en að verða hálf sex að mig minnir. Flugið var mjög fínt, átta og hálfur tími sem leið mjög hratt. In-flight myndir, poddarinn og Kleifarvatn styttu mér stundir. Við urðum þó nett stressaðir í fluginu út af seinkuninni og óttuðumst jafnvel um að missa af tengifluginu til Los Angeles. Það reyndist samt vera óþarfa stress því það gekk allt vel smurt fyrir sig á SFO. Við meira að segja höfðum tíma til að kíkja í nokkrar búðir og borða eldbakaða pítsu. Allt á tæpum einum á hálfum tíma.
Flugið frá San Francisco var kl. 21.15 (að staðartíma) og tók bara 51 mínútu. Fannst þær vera meira eins og tuttugu. Á leiðinni áttum við mjög líflegt spjall við bandarískan strák sem sat við hliðina á okkur. Við plögguðum Ísland eftir okkar bestu getu og fræddum hann um allt frá pólitískum áætlunum stjórnvalda til landfræðilegrar og jarðfræðilegrar legu Íslands. Hann sagði okkur allt af létta í sambandi við líf unglings í Bandaríkjunum og lýsti því meira að segja yfir að honum fannst kjánalegt að þeir hafi ekki tekið upp metrakerfið. Ég tók því nú bara sem merki um hitann hérna í CA að hann vissi ekki hvað frostmark eru margar gráður á Fahrenheit.
Við lentum svo heilu og höldnu á LAX þar sem Skarpi tók á móti okkur og keyrði okkur heim til sín með hjálp GPS staðsetningartækisins. "Keep left, turn left in one point five miles," heyrðist í ómfagurri rödd konunnar sem vildi ólm segja okkur hvert ætti að fara. Við komum svo "heim" um miðnætti (að staðartíma) og fengum hvor sitt gestaherbergið, vel útbúin með cable-TV og sérbaðherbergi. Það eru fimm baðherbergi hérna alls, btw. Ég fór að sofa svona um tvö leytið en þá var klukkan á Íslandi og líkamsklukkan mín níu um morguninn, næstum sólarhringur sem ég hafði vakað.

En nú er ég farinn í sund. Gúdbæ!

föstudagur, júní 03, 2005

Föstudagur

Um þessar mundir samanstendur líf mitt af tvennu: ökutímum og þakkantssmíðum (gott orð). Ég sit því ekki beinlínis auðum höndum, thank god, annars mundi ég líklegast naga af mér höndina af leiðindum. Ég vona bara að ég fái vinnu eftir ferðina, í júlí og ágúst, þá væri allt í góðu.

Það var frekar rólegt hjá mér í gærdag og ég var farinn að fá smá samviskubit yfir aðgerðaleysinu og tímaeyðslunni þannig að ég ákvað að gera eitthvað uppbyggjandi. Eitthvað sem gæti réttmætt allar þessar dauðu stundir undanfarið. Eitthvað sem mundi virkja heilasellurnar og komið mér vel í framtíðinni. Ójá, góðir lesendur, ég gerði einmitt það. Ég lærði öll fylki Bandaríkjanna og höfuðborgir þeirra. Þið lásuð rétt. Ég er ótrúlega glaður að ég hafi gert þetta, ég er bara svo miklu upplýstari núna. Vissuði t.d. að Des Moines er höfuðborg Iowa? Ekki ég heldur - fyrr en í gær. Ahh...

Ef þetta var ekki nóg þá gerði ég annað líka. Ég ákvað að ég vissi ekki nóg um nágrannaríki okkar, Norðurlöndin. Þannig að ég lærði sitt lítið af hverju. T.d. lærði ég íbúafjölda allra ríkjanna, helstu atvinnuvegi, ýmislegt um landslagið og auðvitað séreinkenni þeirra og fyrir hvað þau eru þekkt. Vissuði t.d. að í Finnlandi eru 60.000 stöðuvötn og að helsti atvinnuvegur þeirra er pappírsframleiðsla? Svíþjóð er svo fjölmennasta landið, með 9 milljónum íbúa, og er jafnframt það auðugasta. Þar hafiði það.

Ekki er alltaf slæmt að hafa ekkert að gera, það getur jafnvel bara verið mannbætandi.

Í tilefni þess að ég er að fara að sjá Mammút ásamt fleirum á Kaffi Hljómalind í kvöld er...

Lag dagsins: Mammút - Mosavaxin börn
Pearl Jam-lag dagsins: Thin Air af Binaural

fimmtudagur, júní 02, 2005

Inadvertant Imitation

Golf. Það getur oft verið gaman að skella sér í golf á góðviðrisdögum á sumrin. Ég æfði einu sinni golf. Já, ég veit. Þetta hljómar... Æi, sjitt ertu að djóka? Ég held að heimurinn sé ekki tilbúinn að fá bloggfærslu um golf. Eitthvað annað...

Pearl Jam. Já, ahh, Pearl Jam. Góðir menn. Góð skemmtun. Sumt fólk er þó ekki á sama máli. Ég hef oft rekist á fólk á netinu sem er bara meinilla við þessa ágætu hljómsveit. Ussussuss! Ég hlusta ekki á svoleiðis væl. Pearl Jam eru nefnilega snilldartónlistarmenn. Segi og skrifa. Nú á ég meira að segja allar sjö stúdíóbreiðskífurnar með þeim, tvo læv-diska og ýmsar tónleikaupptökur (bootlegs). Sem sagt, yfir tíu tíma af gæðaefni. En nóg um það.

Þessi færsla er nú bara svona somethin' somethin' sko, ég hef nú ekkert að segja. En greyið Elísabet verður nú að hafa eitthvað að lesa í vinnunni.

Fyrst ég hef ekkert að segja er kannski ekki úr vegi að segja frá því að ég skellti mér á Reykjavík Shorts and Docs í Tjarnarbiói um síðustu helgi. Fór tvö kvöld í röð: föstudags- og laugardagskvöldið. Á föstudeginum voru sýndar fimm stuttmyndir og voru þær allar mjög fínar. Þar var m.a. belgísk mynd á dagskrá, Alice et moi, sem fjallaði um Simon sem fékk það verkefni að keyra aldraða frænku sína og tvær vinkonur hennar, sem allar voru gyðingar, eitthvað langt út á land. Algjör snilld hvernig þær skipta sér af öllum hans málum í þessari bílferð þegar kærastan hans fer að rífast við hann í gegnum símann. Svo í síðustu myndinni kom fram hressileg sjálfsmorðsaðferð sem mér er reyndar ekkert alltof vel við, svona svipað og að ætla að drepa sig með því að stökkva niður af þriggja hæða húsi - ekki nógu vænlegt til árangurs - þið vitið hvað ég meina. Gaurinn tróð sem sagt tveimur blýöntum upp í nasirnar á sér, með oddana upp, og ætlaði svo að berja þeim niður í borðið. Sem betur fer guggnaði hann á síðustu stundu og hætti við allt saman.

Lag dagsins: Oasis - Don't Look Back in Anger af (What's The Story) Morning Glory?
Pearl Jam-lag dagsins: Mankind af No Code