...c'est magnifique!

föstudagur, apríl 22, 2005

Hotel Rwanda

Bonjour, ca va?

Ég fór á magnaða mynd á þriðjudaginn. Hotel Rwanda. Þetta er ein af áhrifaríkustu myndum sem ég hef séð. Fer líka beint inn á topp tíu listann minn. Ef hún er ekki must-see þá er ég góður í dönsku. En svona í alvöru þá verðið þið að sjá þessa mynd. Og þvílíkir leikarar líka. Nick Nolte geðveikur og sérstaklega aðalleikarinn Don Cheadle enda margir á því að hann hafi átt að vinna Óskarinn. Í stuttu máli fjallar hún um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994 og afskiptaleysi hins vestræna heims frá sjónarhorni hótelstjórans Paul Rusesabagina (Cheadle).

Jújú, ég gerði fleira í vikunni. Fór í gömlu íbúðina hennar ömmu í Keflavík í gær, sumardaginn fyrsta. Þar var fullt af skemmtilegu, gömlu dóti. Ég náði m.a. að laga plötuspilarann og setja á fóninn lög eftir valinkunna flytjendur eins og Roger Whittaker, Julio Eglesias og Kenny Rogers. Svo leyndust þarna gullmolar eins og plata með Edith Piaf. Eftir þetta blast from the past fórum við til afa sem átti afmæli. Þar var góður matur á boðstólnum eins og alltaf hjá ömmu. Líka súkkulaðikaka to die for.

Ég hef ekkert mikið meira að segja að þessu sinni. Nema þá kannski að ég er ekki viss hvort ég tími að fara á Franz Ferdinand, já, ég, Bjarni, að spara, það er eitthvað nýtt. Þannig liggur nú bara rykið í kverkinni að ég er að fara í mjög svo dýra utanlandsferð og ekki búinn að fá vinnu í sumar (ætti reyndar að reyna aðeins meira). Ég verð því að treysta því að peningurinn í bankanum klárist ekki. Leiðinlegt að koma til Cali eftir 10 tíma flug og vera þrjár vikur án peninga. Það væri sko svakalegt.

Ég hef líka komist að því að þessi síða er öll í messi hjá steinaldarfólkinu sem er enn með Internet Explorer. Tenglalistinn hægra meginn sést ekki. Fáið ykkur Mozilla Firefox og sneiðið framhjá alls konar veseni.

Au revoir!

mánudagur, apríl 11, 2005

Kolbeinn kafteinn

Bújakaza! Daginn!

Þetta verður fínasta vika. Engin próf og grímuball á miðvikudaginn sem verður án efa rosalegt. Held að fyrirpartísmálin séu þó enn á reiki. En á þessu ágæta balli ætla ég að vera enginn annar en Tinni!


Ég verð samt að viðurkenna að ég veit lítið sem ekkert um meistara Tinna (eða Tintin eins og hann heitir á frummálinu frönsku) og vona að einhverjir hardkor Tinna-áhugamenn fari ekki að ræða eitthvað við mig um þau mál. Þeir yrðu örugglega sárlega móðgaðir yfir fávisku minni.

Hvað sem því líður þá fékk ég Amazon sendinguna mína heim um daginn. Ó, hvað það var gaman. Slatti af tónlist og DVD þarna í huggulegum kössum. Og meira að segja kom þetta miklu fyrr en áætlað var. Nú er ég því með nokkra tugi nýrra laga í iPod-num mínum. Mér ætti allavega ekki að leiðast í strætó á næstunni. Svo bættist ennþá meiri gleði við á föstudaginn, enginn annar en ég var hæstur í bekknum á rökfærsluritgerðinni, helvíti já!

Og nei, gleðin er ekki búin. Ég og Héðinn frændi ætlum að skreppa að heimsækja Skarpa frænda í Kaliforníu í júní. Við erum að tala um skemmtigarða þarna allt í kring. Svo er Skarpi líka með sundlaug, heitan pott, rennibraut og svaka grillaðstöðu í bakgarðinum. Fjúú...

Example

Example

Example

Takk fyrir að lesa, lesendur góðir og eigið góðan dag.